Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2025 12:55 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir þrjár leiðir í raun færar til að bregðast við aukinni veðmálastarfsemi hér á landi. vísir/samsett Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“ Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“
Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira