Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 25. september 2025 13:31 Í ágúst ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5%. Til samanburðar eru vextir í Bandaríkjunum um 4% og á evrusvæðinu um 2%. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er raunvaxtastigið á Íslandi um 3,7%, á meðan það er nálægt núlli hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar. Þessi sláandi munur er ekki bara staðreynd á blaði; hann er boðsmiði til alþjóðlegra spákaupmanna. Hann skapar gríðarlegan hvata fyrir svokölluð vaxtamunarviðskipti (e. carry trade), þar sem erlendir aðilar taka lán í gjaldmiðlum með lága vexti (t.d. evrum) og fjárfesta í íslenskum krónum til að hagnast á vaxtamuninum. Þetta er nákvæmlega sama gangverkið og lá að baki „jöklabréfunum“ alræmdu fyrir hrunið 2008. Afleiðingarnar eru þegar sýnilegar. Í nýjustu skýrslu Seðlabankans, Peningamál 2025/3, kemur fram að bankinn hefur þurft að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða króna á gjaldeyrismarkaði bara frá því í maí. Þessi kaup nema tæplega 40% af heildarveltu á markaðnum á tímabilinu. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst. Þetta er ekki eðlileg markaðsvirkni. Þetta er Seðlabankinn í örvæntingarfullri baráttu við að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar – styrkingu sem stafar af innflæði erlends fjármagns sem bankinn laðaði sjálfur að með eigin vaxtastefnu. Þetta er hin nýja snjóhengja: vaxandi magn af skammtímafjármagni („heitu fé“) sem bíður færis. Það hefur ekkert með uppbyggingu íslensks atvinnulífs að gera. Það er hér til að græða á vöxtunum og mun hverfa á augabragði um leið og erlendir fjárfestar óttast gengislækkun, vilja draga úr gengishættu eða finna betri tækifæri annars staðar. Slíkur fjármagnsflótti gæti ollið hruni á gengi krónunnar og kynt undir verðbólgu sem stefnan átti upphaflega að slá á. Hættan er raunveruleg og hún er sjálfsköpuð. Vaxtatækið er vandmeðfarið fyrir lítil, opin hagkerfi Að halda að hægt sé að fínstilla lítið og opið hagkerfi eins og það íslenska með því einu að hækka og lækka stýrivexti er hættuleg ofureinföldun. Hagfræðingar á borð við Steve Keen hafa lengi varað við þessari blindu trú á vaxtatækið. Það er byggt á þeirri goðsögn að til séu einhverjir „náttúrulegir vextir“ sem komi á jafnvægi í hagkerfinu. Raunveruleikinn er allt annar. Fyrir lítið hagkerfi með eigin gjaldmiðil og frjálst fjármagnsflæði er stýrivaxtastefnan dæmd til að mistakast. Hún skapar vítahring: Hærri vextir laða að sér erlent fjármagn. Innflæðið þrýstir á styrkingu krónunnar. Seðlabankinn neyðist til að kaupa gjaldeyri til að verja samkeppnisstöðu útflutningsgreina og koma í veg fyrir of mikla styrkingu. Þegar komið er í veg fyrir styrkingu gengis helst verðlag hærra en ella og þetta heldur vaxtastigi háu sem aftur viðheldur innflæði erlends fjármagns Með því að handstýra gjaldeyrismarkaði er seðlabankinn að rjúfa í sundur sjálfvirku dælurnar og búnaðinn sem sæi annars til þess að kaupmáttur stillist af, að innflutningur og útflutningur leyti jafnvægis, dregur úr spákaupmennsku og stuðlar að almennum fjármálastöðugleika. Auk þess er vaxtatækið bitlaus sveðja. Það er „blanket“ lausn sem refsar íslenskum heimilum og fyrirtækjum með hærri greiðslubyrði. Það sem verra er, vaxtahækkanir geta jafnvel verið verðbólguhvetjandi. Þegar rekstrarkostnaður fyrirtækja hækkar vegna dýrari fjármögnunar er þeim kostnaði velt út í verðlag til neytenda. Stefnan vinnur því gegn sjálfri sér. Seðlabankinn er kominn á yfirsnúning af því hann hefur ofurtrú á vaxtatækinu. Peningastefnunefnd er í lófa lagt að túlka sitt umboð, og verkefnið er vissulega slungið og krefst útsjónarsemi, en hann má heldur ekki koma hagkerfinu öllu í sjálfheldu og kaupa bara endalaust af gjaldeyri. Ríkisstjórnin er sofandi á verðinum – en vandinn er afmarkaður Á meðan Seðlabankinn stendur í þessari vonlausu baráttu er ríkisstjórnin nánast fjarverandi og bíður bara eftir að vextir lækki að sjálfu sér. Hún er þó heppin að því leyti að þrátt fyrir flókið efnahagslíf er undirrót þrálátrar verðbólgu á Íslandi að mestu leyti bundin við einn málaflokk og undirlið: húsnæðismarkaðinn. Eftir bráðum eitt ár í stjórnarráðinu er að renna upp fyrir stjórninni að lítið sem ekkert hefur verið gert til að vinna á móti hækkunum á húsnæðisliðnum. Til stendur að þrengja skilgreiningu á húsnæði sem fellur undir leigu til ferðamanna hluta árs – og sömuleiðis á að fjölga leigusamningum sem þarf að skrá hjá HMS. En betur má ef duga skal. Húsnæði er ekki venjuleg neysluvara; það er burðarás í fjármálakerfinu. Hækkandi húsnæðisverð skapar aukið veðrými. Bankar nýta þetta veðrými til að búa til nýtt peningamagn með útlánum, sem aftur ýtir húsnæðisverði enn hærra. Þetta er önnur hringekja rentusóknar og skuldsetningar sem er stærsti staki verðbólgavaldurinn í íslensku hagkerfi. Að ætla að stöðva þessa hringekju með hærri stýrivöxtum er fásinna. Það eykur bara álagið á heimilin, gerir ungu fólki enn erfiðara fyrir að komast inn á markaðinn og hefur engin áhrif á grundvallarvandann: ósjálfbærar hækkanir á eignaverði umfram verðlag og launavísitölu. Frá verðtryggðum skuldum yfir í trygga búsetu Hin raunverulega og varanlega lausn felst ekki í því að fínstilla vexti, heldur í því að ráðast að rótum húsnæðisvandans: verðtryggingunni. Verðtryggingin heldur sjálfri sér uppi með því að búa til ósjálfbærar hækkanir á eignaverði, sem er einmitt það sem gerir hana aðlaðandi fyrir neytendur. Það verður að vinda ofan af þessu kerfi. Leiðin fram á við krefst fjölþættrar nálgunar en ekki einnar töfralausnar. Hægt er að blanda saman nokkrum aðgerðum til að ná raunverulegum árangri: Auka framboð á tryggu leiguhúsnæði: Koma þarf á fót öflugu kerfi langtímaleigu með tempraðar væntingar um gróða, að fyrirmynd húsnæðiskerfa landa eins og Austurríki og Sviss, líkt og hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson hefur lagt til. Aðkoma lífeyrissjóðana ætti ekki að vera valkvæm heldur ætti eignarhald lífeyrissjóðanna að vera skorðað í hlutföllum milli erlendra og innlendra eigna (eins og tilfellið er í dag) en einnig ætti að uppfylla lágmarkshlutföll af beinu eignarhaldi í húsnæði sem lífeyrissjóðirnir byggja sjálfir gagngert til að leigja út til langs tíma. Reynsla annara landa sýnir að ávöxtun sé góð, að byggingarkostnaður sé sérstaklega góður, að búseta sé eftirsóknarverð í svona verkefnum og að leigjendur séu ánægðir. Fasa út verðtryggingu markvisst: Herða þarf skorður við nýjum verðtryggðum lánum á sama tíma og losað er um hömlur á óverðtryggðum lánum. Með því er hægt að færa lánamarkaðinn skref fyrir skref frá verðtryggingu yfir í fyrirsjáanlegra og sanngjarnara kerfi þar sem höfuðstóll lána hækkar ekki endalaust. Svona þjóðhagsvarúðarreglur um ný lán (e. macroprudential policy, credit control) hafa mun meiri og beinni áhrif á eignaverð og nettó nýtt peningamagn en stýrivextir einir og sér. Styrkja leigumarkaðinn: Gera þarf leigu að raunverulegum og aðlaðandi valkosti með því að styrkja réttarstöðu leigjenda verulega. Færa þarf regluverk og tryggingar nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þar sem leiga er viðurkenndur og öruggur búsetukostur til langs tíma, en ekki neyðarúrræði. Þessu hafa Leigjendasamtökin og Efling stéttarfélag barist fyrir, en nú er kominn tími fyrir ríkisstjórnina til að skilja stærra samhengi þessara réttinda; þ.e. stöðugleika alls efnahagskerfisins. Það er aðeins með því að ráðast að rót vandans – verðtryggingunni sjálfri – sem hægt er að aftengja tímasprengjuna, rjúfa vítahring skuldasöfnunar og skapa grunn fyrir raunverulegan og varanlegan efnahagslegan stöðugleika. Svona samstillt átak er bara mögulegt ef Seðlabankinn og ríkisstjórn hætta að henda vaxtastefnunni á milli sín eins og heitri kartöflu. Svo eru það evrusinnarnir sem vilja meina að háir vextir séu eins og náttúrulögmál lítilla hagkerfa með eigin mynt — og halda að upptaka nýs gjaldmiðils sé koss og að Ísland sé froskur sem breytist í prins. Þeir sem hafa aftur á móti meiri trú á lýðveldinu og vilja ekki sjá vald fært til stofnana þar sem við höfum lítið vægi í ákvarðanatöku þurfa að leggjast á eitt og ræða raunhæfar betrumbætur á efnahagsstjórn landsins í aðdraganda þessarar umræðu sem mun eflaust taka mest allt súrefni fram að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumræður að Evrópusambandinu. Höfundur er forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í ágúst ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5%. Til samanburðar eru vextir í Bandaríkjunum um 4% og á evrusvæðinu um 2%. Þegar tekið er tillit til verðbólgu er raunvaxtastigið á Íslandi um 3,7%, á meðan það er nálægt núlli hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar. Þessi sláandi munur er ekki bara staðreynd á blaði; hann er boðsmiði til alþjóðlegra spákaupmanna. Hann skapar gríðarlegan hvata fyrir svokölluð vaxtamunarviðskipti (e. carry trade), þar sem erlendir aðilar taka lán í gjaldmiðlum með lága vexti (t.d. evrum) og fjárfesta í íslenskum krónum til að hagnast á vaxtamuninum. Þetta er nákvæmlega sama gangverkið og lá að baki „jöklabréfunum“ alræmdu fyrir hrunið 2008. Afleiðingarnar eru þegar sýnilegar. Í nýjustu skýrslu Seðlabankans, Peningamál 2025/3, kemur fram að bankinn hefur þurft að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða króna á gjaldeyrismarkaði bara frá því í maí. Þessi kaup nema tæplega 40% af heildarveltu á markaðnum á tímabilinu. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst. Þetta er ekki eðlileg markaðsvirkni. Þetta er Seðlabankinn í örvæntingarfullri baráttu við að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar – styrkingu sem stafar af innflæði erlends fjármagns sem bankinn laðaði sjálfur að með eigin vaxtastefnu. Þetta er hin nýja snjóhengja: vaxandi magn af skammtímafjármagni („heitu fé“) sem bíður færis. Það hefur ekkert með uppbyggingu íslensks atvinnulífs að gera. Það er hér til að græða á vöxtunum og mun hverfa á augabragði um leið og erlendir fjárfestar óttast gengislækkun, vilja draga úr gengishættu eða finna betri tækifæri annars staðar. Slíkur fjármagnsflótti gæti ollið hruni á gengi krónunnar og kynt undir verðbólgu sem stefnan átti upphaflega að slá á. Hættan er raunveruleg og hún er sjálfsköpuð. Vaxtatækið er vandmeðfarið fyrir lítil, opin hagkerfi Að halda að hægt sé að fínstilla lítið og opið hagkerfi eins og það íslenska með því einu að hækka og lækka stýrivexti er hættuleg ofureinföldun. Hagfræðingar á borð við Steve Keen hafa lengi varað við þessari blindu trú á vaxtatækið. Það er byggt á þeirri goðsögn að til séu einhverjir „náttúrulegir vextir“ sem komi á jafnvægi í hagkerfinu. Raunveruleikinn er allt annar. Fyrir lítið hagkerfi með eigin gjaldmiðil og frjálst fjármagnsflæði er stýrivaxtastefnan dæmd til að mistakast. Hún skapar vítahring: Hærri vextir laða að sér erlent fjármagn. Innflæðið þrýstir á styrkingu krónunnar. Seðlabankinn neyðist til að kaupa gjaldeyri til að verja samkeppnisstöðu útflutningsgreina og koma í veg fyrir of mikla styrkingu. Þegar komið er í veg fyrir styrkingu gengis helst verðlag hærra en ella og þetta heldur vaxtastigi háu sem aftur viðheldur innflæði erlends fjármagns Með því að handstýra gjaldeyrismarkaði er seðlabankinn að rjúfa í sundur sjálfvirku dælurnar og búnaðinn sem sæi annars til þess að kaupmáttur stillist af, að innflutningur og útflutningur leyti jafnvægis, dregur úr spákaupmennsku og stuðlar að almennum fjármálastöðugleika. Auk þess er vaxtatækið bitlaus sveðja. Það er „blanket“ lausn sem refsar íslenskum heimilum og fyrirtækjum með hærri greiðslubyrði. Það sem verra er, vaxtahækkanir geta jafnvel verið verðbólguhvetjandi. Þegar rekstrarkostnaður fyrirtækja hækkar vegna dýrari fjármögnunar er þeim kostnaði velt út í verðlag til neytenda. Stefnan vinnur því gegn sjálfri sér. Seðlabankinn er kominn á yfirsnúning af því hann hefur ofurtrú á vaxtatækinu. Peningastefnunefnd er í lófa lagt að túlka sitt umboð, og verkefnið er vissulega slungið og krefst útsjónarsemi, en hann má heldur ekki koma hagkerfinu öllu í sjálfheldu og kaupa bara endalaust af gjaldeyri. Ríkisstjórnin er sofandi á verðinum – en vandinn er afmarkaður Á meðan Seðlabankinn stendur í þessari vonlausu baráttu er ríkisstjórnin nánast fjarverandi og bíður bara eftir að vextir lækki að sjálfu sér. Hún er þó heppin að því leyti að þrátt fyrir flókið efnahagslíf er undirrót þrálátrar verðbólgu á Íslandi að mestu leyti bundin við einn málaflokk og undirlið: húsnæðismarkaðinn. Eftir bráðum eitt ár í stjórnarráðinu er að renna upp fyrir stjórninni að lítið sem ekkert hefur verið gert til að vinna á móti hækkunum á húsnæðisliðnum. Til stendur að þrengja skilgreiningu á húsnæði sem fellur undir leigu til ferðamanna hluta árs – og sömuleiðis á að fjölga leigusamningum sem þarf að skrá hjá HMS. En betur má ef duga skal. Húsnæði er ekki venjuleg neysluvara; það er burðarás í fjármálakerfinu. Hækkandi húsnæðisverð skapar aukið veðrými. Bankar nýta þetta veðrými til að búa til nýtt peningamagn með útlánum, sem aftur ýtir húsnæðisverði enn hærra. Þetta er önnur hringekja rentusóknar og skuldsetningar sem er stærsti staki verðbólgavaldurinn í íslensku hagkerfi. Að ætla að stöðva þessa hringekju með hærri stýrivöxtum er fásinna. Það eykur bara álagið á heimilin, gerir ungu fólki enn erfiðara fyrir að komast inn á markaðinn og hefur engin áhrif á grundvallarvandann: ósjálfbærar hækkanir á eignaverði umfram verðlag og launavísitölu. Frá verðtryggðum skuldum yfir í trygga búsetu Hin raunverulega og varanlega lausn felst ekki í því að fínstilla vexti, heldur í því að ráðast að rótum húsnæðisvandans: verðtryggingunni. Verðtryggingin heldur sjálfri sér uppi með því að búa til ósjálfbærar hækkanir á eignaverði, sem er einmitt það sem gerir hana aðlaðandi fyrir neytendur. Það verður að vinda ofan af þessu kerfi. Leiðin fram á við krefst fjölþættrar nálgunar en ekki einnar töfralausnar. Hægt er að blanda saman nokkrum aðgerðum til að ná raunverulegum árangri: Auka framboð á tryggu leiguhúsnæði: Koma þarf á fót öflugu kerfi langtímaleigu með tempraðar væntingar um gróða, að fyrirmynd húsnæðiskerfa landa eins og Austurríki og Sviss, líkt og hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson hefur lagt til. Aðkoma lífeyrissjóðana ætti ekki að vera valkvæm heldur ætti eignarhald lífeyrissjóðanna að vera skorðað í hlutföllum milli erlendra og innlendra eigna (eins og tilfellið er í dag) en einnig ætti að uppfylla lágmarkshlutföll af beinu eignarhaldi í húsnæði sem lífeyrissjóðirnir byggja sjálfir gagngert til að leigja út til langs tíma. Reynsla annara landa sýnir að ávöxtun sé góð, að byggingarkostnaður sé sérstaklega góður, að búseta sé eftirsóknarverð í svona verkefnum og að leigjendur séu ánægðir. Fasa út verðtryggingu markvisst: Herða þarf skorður við nýjum verðtryggðum lánum á sama tíma og losað er um hömlur á óverðtryggðum lánum. Með því er hægt að færa lánamarkaðinn skref fyrir skref frá verðtryggingu yfir í fyrirsjáanlegra og sanngjarnara kerfi þar sem höfuðstóll lána hækkar ekki endalaust. Svona þjóðhagsvarúðarreglur um ný lán (e. macroprudential policy, credit control) hafa mun meiri og beinni áhrif á eignaverð og nettó nýtt peningamagn en stýrivextir einir og sér. Styrkja leigumarkaðinn: Gera þarf leigu að raunverulegum og aðlaðandi valkosti með því að styrkja réttarstöðu leigjenda verulega. Færa þarf regluverk og tryggingar nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þar sem leiga er viðurkenndur og öruggur búsetukostur til langs tíma, en ekki neyðarúrræði. Þessu hafa Leigjendasamtökin og Efling stéttarfélag barist fyrir, en nú er kominn tími fyrir ríkisstjórnina til að skilja stærra samhengi þessara réttinda; þ.e. stöðugleika alls efnahagskerfisins. Það er aðeins með því að ráðast að rót vandans – verðtryggingunni sjálfri – sem hægt er að aftengja tímasprengjuna, rjúfa vítahring skuldasöfnunar og skapa grunn fyrir raunverulegan og varanlegan efnahagslegan stöðugleika. Svona samstillt átak er bara mögulegt ef Seðlabankinn og ríkisstjórn hætta að henda vaxtastefnunni á milli sín eins og heitri kartöflu. Svo eru það evrusinnarnir sem vilja meina að háir vextir séu eins og náttúrulögmál lítilla hagkerfa með eigin mynt — og halda að upptaka nýs gjaldmiðils sé koss og að Ísland sé froskur sem breytist í prins. Þeir sem hafa aftur á móti meiri trú á lýðveldinu og vilja ekki sjá vald fært til stofnana þar sem við höfum lítið vægi í ákvarðanatöku þurfa að leggjast á eitt og ræða raunhæfar betrumbætur á efnahagsstjórn landsins í aðdraganda þessarar umræðu sem mun eflaust taka mest allt súrefni fram að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumræður að Evrópusambandinu. Höfundur er forritari.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar