Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 24. september 2025 15:28 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls séð úr austri. Vísir/Sigurjón Ekki hefur orðið eitt einasta slys á gangandi vegfarendum eða hjólandi í beygjuvösum sem hafa verið fjarlægðir við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Vasarnir eru sagðir skapa mikla hættu fyrir gangandi og hjólandi. Árið 2008 varð alvarlegt slys í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu. Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað um þessar umdeildu framkvæmdir í sumar en við gatnamótin hafa beygjuvasar frá Bæjarhálsi inn á Höfðabakka til norðurs annars vegar og frá Höfðabakka inn á Streng til vesturs hins vegar verið fjarlægðir. Einn beygjuvasi stendur eftir; frá Höfðabakka og inn á Bæjarháls til austurs en annars eru gatnamótin með öllu ljósastýrð. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi í dag segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja vasann inn á Streng þar sem umferðartalningar sýndu litla eftirspurn eftir hægri beygju. Þá skapi vasinn hættu fyrir gangandi vegfarendur. Vasinn inn á Höfðabakka er sagður fjarlægður þar sem hann hafi reynst hættulegur og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. Engin slys Á kortavefsjá map.is eru tekin saman gögn frá Samgöngustofu um staðsetningu allra tilkynntra umferðarslysa á landinu frá árinu 2004. Þar sést að engin slys hafa orðið á gangandi og hjólandi í beygjuvösunum tveimur sem voru fjarlægðir. Hins vegar varð slys árið 2008 í eina beygjuvasanum sem hefur ekki verið fjarlægður. Þar slasaðist níu ára drengur á hjóli alvarlega þegar ekið var á hann. Á síðustu tuttugu árum hafa þrjú önnur slys orðið við gatnamótin á gangandi og hjólandi, en öll þeirra gerðust á Höfðabakka þar sem ekið er til norðurs, ekki í beygjuvösunum. Gatnamótin eru þó ekki með öllu hættulaus og þar hafa orðið árekstrar ökutækja, þar sem ökumenn óku ýmist aftan á annan bíl, inn í hliðina á öðrum bíl eða á skilti og ljósastaura. Sextán sinnum slasaðist ökumaður lítillega og aðeins eitt slys er metið sem alvarlegt slys þegar ekið var á níu ára drenginn á hjóli. Rétt er að taka fram að slys af völdum ökutækja þar sem ökumaður ekur ekki á neitt, til dæmis ef reiðhjólamenn detta af farartæki sínu við að forðast árekstur við ökutæki, eru ekki inni í tölfræði Samgöngustofu.
Samgöngur Samgönguslys Vegagerð Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent