Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar 24. september 2025 10:01 Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Reykjanesbær Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun