Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 14:26 Ása Berglind nýtti eigin reynslu til að ræða vanda barna og unglinga hér á landi. Vísir/Arnar Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“ Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Ása Berglind kvaddi sér hljóðs í störfum þingsins á Alþingi í dag. „Ég þekki hvernig það er að alast upp með bróður með fjölþættan vanda. Ég veit að þó það sé barnið sjálft sem á í mestum erfiðleikum þá þjáist öll fjölskyldan,“ sagði Ása Berglind. Kunnuglegt mynstur „Það er lamandi tilfinning að eiga barn sem þú upplifir að þú getir alls ekki hjálpað, að þú getir ekki sinnt þínum helsta tilgangi að vernda barnið þitt.“ Hún sagði ferlið langt og átakanlegt. Byrja snemma í grunnskólum með endurteknum árekstrum, fundum, góðum vilja en fáum úrræðum. „Í tilfelli bróður míns og svo margra annarra þróast vandinn yfir í neyslu, afbrot, fangelsisvist og ótímabært andlát.“ Klár og hæfileikarík eins og önnur börn Ása Berglind, sem hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan í nóvember, spurðu hvers vegna Ísland væri enn á þessum stað. „Þetta er ekki bara saga hans og minnar fjölskyldu heldur ótal annarra í okkar ríka landi.“ Af hverju værum við ekki búin að finna leiðir til að mæta vanda þessara barna. „Af hverju erum við ekki búin að finna út úr því hvers konar jarðveg við þurfum að búa til svo þau börn sem þurfa annars konar ræktun fái líka að blómstra. Þau eru nefnilega klár, hæfileikarík og góð. Þau þurfa einfaldlega aðra nálgun svo þeirra góðu eiginleikar fái að njóta sín. Ef það tekst þá finna þessir krakkar að þau eru ekki gagnslaus, þau eru mikilvæg.“ Opnun, ekki þykjustuopnun Ása Berglind fagnar opnun stuðningsheimilisins Blönduhlíð í Mosfellsbæ í vikunni. „Sem fyrrum ráðherra þykjustuopnaði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Ása Berglind og skaut á Ásmund Einar Daðason, fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra úr röðum Framsóknar. Um áramótin verði svo meðferðarheimilið Gunnarsholti opnað með langtímameðferð fyrir drengi. Þetta séu góðar fréttir en betur megi ef duga skal. „Það verða að vera til úrræði fyrir börn sem eru ekki í neyslu en eru með skólaforðun eða erfiðleika í hefðbundnu skólaumhverfi. Ég tel að það hafi verið slæmt þegar ólíkum meðferðarheimilum var skellt í lás. Við þurfum ólíka valmöguleika fyrir ólík börn en að sjálfsögðu á faglegum forsendum. Við hreinlega verðum að finna leiðir til að byrgja þessa brunna áður en börnin detta ofan í þá, hratt og vel.“
Alþingi Samfylkingin Börn og uppeldi Fíkn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira