Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2025 13:23 Jorge kom til Íslands á Seyðisfirði að morgni miðvikudagsins 6. apríl. Hann gekk um bæinn en virtist lítinn áhuga hafa á umhverfinu öfugt við það sem hann tjáði lögreglu, að hann væri mjög áhugasamur um landið og sérstaklega norðurljósin. Unsplash/Freysteinn G. Jónsson Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl. Grunur kviknaði um eitthvað vafasamt þegar Spánverjinn Jorge Fernando De Vuono Otarola kom með Norrænu til Færeyja í apríl síðastliðnum. Á Seyðisfirði var nánar rætt við Jorge og hann spurður út í ferðalagið. Hann hafði sagst hafa tekið rútu frá Barselóna til Parísar, aðra þaðan til Hamborgar og loks lest til Hirtshals í Danmörku. Hann hefði valið þess leið til að spara peninga. Athugun lögregul leiddi í ljós að beint flug frá Barselóna til Íslands á þessum tíma var fáanlegt á 163 evrur á meðan hann hafði greitt fleiri hundruð evrur fyrir siglingu með Norrænu, gistingu, rútur og lestarferð. Ætlaði að gefa vinkonu á Íslandi potta Jorge sagðist ætla að heimsækja vinkonu á Íslandi og færa henni þrjá potta á gjöf sem hann hafði meðferðist. Lögregla grunaði að fíkniefni væru í pottunum og laumaði búnaði í farangur Jorge til að fylgjast með ferðum hans og hlera samtöl. Því er lýst sem Jorge hafi sýnt umhverfinu á Austfjörðum lítinn áhuga, haldið sér til hlés og lent í vandræðum með að koma sér til Reykjavíkur því strætóferðir voru ekki í boði við komu hans til landsins. Tveimur dögum síðar var hann kominn til Reykjavíkur með strætó með viðkomu á Akureyri. Áfram hélt Jorge að fara huldu höfði þar til hann fór upp í bíl með tveimur mönnum innanborðs í Múlunum í Reykjavík. Þar sat við stýrið Litháinn sjötugi Algimantas Saltenis og Carlos Alberto Lara Leonides sem sá fyrrnefndi hafði nýlega sótt á Keflavíkurflugvöll. Eftir að hafa ekið hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið stöðvaði lögregla för þeirra og handtók. Hittust á Spáni og skipulögðu ferðina Í yfirheyrslum skýrðist atburðarásin og viðurkenndi Carlos að hafa komið pottunum til Jorges á Spáni og skipulagt ferð hans. Hann viðurkenndi aðkomu sína að innflutningnum á meðan Jorge þvertók í fyrstu að hafa nokkuð vitað um fíkniefni. Algimantas, sem endurtekið hefur verið sviptur ökuréttindum hér á landi, var í hlutverki bílstjóra og sagðist ekkert vita um fíkniefni. Aðkoma hans að því að útvega vog og fleira tengt fíkniefnum studdi grun lögreglu um að hann væri ekki sakleysið uppmálað. Algimantas sagðist ætla að vigta gullkeðju með voginni en héraðsdómur keypti ekki þá skýringu. Fjórði maður virðist svo hafa verið efstur í keðjunni. Á meðan Algimantas sat í handjárnum í lögreglubíl og lögreglumaður einbeitti sér að öðru tókst Algimantas að eiga símtal við huldumann úr síma sínum í lögreglubílnum. Það varð til þess að huldumaðurinn eyddi samskiptagögnum við Algimantas. Lögreglu tókst ekki að komast að því hver huldumaðurinn var en hann var með skráð símanúmer í Litháen. Voru þeir Algimantas og Jorge dæmdir í þriggja ára fangelsi en Carlos fékk tvö og hálft. Var litið til þess að hann hefði greiðlega játað og veitt lögreglu greiðlega upplýsingar sem höfðu verulega þýðingu. Dóminn má lesa hér. Fíkniefnabrot Norræna Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Grunur kviknaði um eitthvað vafasamt þegar Spánverjinn Jorge Fernando De Vuono Otarola kom með Norrænu til Færeyja í apríl síðastliðnum. Á Seyðisfirði var nánar rætt við Jorge og hann spurður út í ferðalagið. Hann hafði sagst hafa tekið rútu frá Barselóna til Parísar, aðra þaðan til Hamborgar og loks lest til Hirtshals í Danmörku. Hann hefði valið þess leið til að spara peninga. Athugun lögregul leiddi í ljós að beint flug frá Barselóna til Íslands á þessum tíma var fáanlegt á 163 evrur á meðan hann hafði greitt fleiri hundruð evrur fyrir siglingu með Norrænu, gistingu, rútur og lestarferð. Ætlaði að gefa vinkonu á Íslandi potta Jorge sagðist ætla að heimsækja vinkonu á Íslandi og færa henni þrjá potta á gjöf sem hann hafði meðferðist. Lögregla grunaði að fíkniefni væru í pottunum og laumaði búnaði í farangur Jorge til að fylgjast með ferðum hans og hlera samtöl. Því er lýst sem Jorge hafi sýnt umhverfinu á Austfjörðum lítinn áhuga, haldið sér til hlés og lent í vandræðum með að koma sér til Reykjavíkur því strætóferðir voru ekki í boði við komu hans til landsins. Tveimur dögum síðar var hann kominn til Reykjavíkur með strætó með viðkomu á Akureyri. Áfram hélt Jorge að fara huldu höfði þar til hann fór upp í bíl með tveimur mönnum innanborðs í Múlunum í Reykjavík. Þar sat við stýrið Litháinn sjötugi Algimantas Saltenis og Carlos Alberto Lara Leonides sem sá fyrrnefndi hafði nýlega sótt á Keflavíkurflugvöll. Eftir að hafa ekið hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið stöðvaði lögregla för þeirra og handtók. Hittust á Spáni og skipulögðu ferðina Í yfirheyrslum skýrðist atburðarásin og viðurkenndi Carlos að hafa komið pottunum til Jorges á Spáni og skipulagt ferð hans. Hann viðurkenndi aðkomu sína að innflutningnum á meðan Jorge þvertók í fyrstu að hafa nokkuð vitað um fíkniefni. Algimantas, sem endurtekið hefur verið sviptur ökuréttindum hér á landi, var í hlutverki bílstjóra og sagðist ekkert vita um fíkniefni. Aðkoma hans að því að útvega vog og fleira tengt fíkniefnum studdi grun lögreglu um að hann væri ekki sakleysið uppmálað. Algimantas sagðist ætla að vigta gullkeðju með voginni en héraðsdómur keypti ekki þá skýringu. Fjórði maður virðist svo hafa verið efstur í keðjunni. Á meðan Algimantas sat í handjárnum í lögreglubíl og lögreglumaður einbeitti sér að öðru tókst Algimantas að eiga símtal við huldumann úr síma sínum í lögreglubílnum. Það varð til þess að huldumaðurinn eyddi samskiptagögnum við Algimantas. Lögreglu tókst ekki að komast að því hver huldumaðurinn var en hann var með skráð símanúmer í Litháen. Voru þeir Algimantas og Jorge dæmdir í þriggja ára fangelsi en Carlos fékk tvö og hálft. Var litið til þess að hann hefði greiðlega játað og veitt lögreglu greiðlega upplýsingar sem höfðu verulega þýðingu. Dóminn má lesa hér.
Fíkniefnabrot Norræna Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira