„Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 12:03 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira