Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. september 2025 07:00 Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Neytendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun