Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar 19. september 2025 15:32 Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti. Rökin eru að allir eigi að fá „jafn mikla möguleika“. Þau telja að með kosningu sé of mikil hætta á að einhver vinsældarframboð komi sem eigi ekki að vera sanngjarnt og sé gjarnan bara fíflagangur, en þegar hefur verið kosinn fulltrúi með meirihluta þá gætir hann hagsmuna meirihluta bekkjarins ef ekki alls. Þangað til nú hafa nemendur boðið sig fram, sumir haldið kosningaræður og upplifað bæði sigur og tap. Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana. Með því að taka þetta af nemendum er verið að kenna okkur það að notast við lýðræðið sé ekki sanngjarnt. Rödd okkar hefur ekki lengur vægi nú ræður happdrættið. Það er verið að segja „Við treystum ykkur ekki til að velja sjálf hverjir eigi að gæta þinna hagsmuna innan skólans.“ Þetta brýtur gegn aðalnámskrá og lögum Aðalnámskrá grunnskóla segir að lýðræði og mannréttindi eru meðal grunnþátta menntunar, og að skólar skuli undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 kemur fram að hlutverk grunnskóla sé, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðissamfélagi. Starfshættir skulu m.a. mótast af umburðarlyndi, jafnrétti og lýðræðislegu samstarfi. Lýðræðið er ekki happdrætti Ég vil að samnemendur mínir taki þátt í kosningum þegar þau verða eldri. Því þarf að kenna að þeirra atkvæði skiptir máli. En nú er kennt að það sé bara tilviljun sem ræður ekki atkvæði. Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekin alveg út af borðinu. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Lundarskóla
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun