Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 18. september 2025 14:15 Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurlagning sýslumannsembættanna, afnám sex svæðisbundinna heilbrigðiseftirlita, fækkun héraðsdómstóla og nú áform um að miðstýra fjármálum framhaldsskólanna allt ber þetta að sama brunni. Breytingar sem veikja innviði héraðsins Í heildina er með þessum aðgerðum verið að flytja eða veikja 40–50 opinber störf á landsbyggðinni. Þetta eru ekki hvers kyns störf heldur stöður menntaðra sérfræðinga sem hafa haft raunverulegt umboð til að forgangsraða fjármagni og móta starfsemi á sínu svæði. Þegar þessi opinberu störf eru flutt frá héraði tapast ekki bara atvinnutækifæri heldur líka vald til ákvarðanatöku á staðnum. Innviðir sem áður þjónuðu byggðunum með styrk og sjálfstæði eru þannig bitlausir gerðir. Þess í stað verða eftir útibú sem missa áhrif sín og geta lítið annað en fylgt fyrirmælum frá miðlægum skrifstofum. Sagan sýnir að þegar kemur að niðurskurði er mun auðveldara fyrir embættismenn fjarri viðkomandi starfsstöð að beita niðurskurðarhnífnum þar sem þeir standa ekki í djúpum tengslum við samfélagið sem þjónustan á að þjóna. Sýslumannsembættin lögð niður Sýslumannsembættin voru í áratugi burðarás í þjónustu við almenning um land allt. Með niðurlagningu þeirra mun aðgengi að grunnþjónustu veikjast, sérstaklega í dreifðum byggðum. Fólk þarf nú að sækja þjónustu lengra að, sem skapar bæði kostnað og óhagræði. Heilbrigðiseftirlitin lögð niður Með því að leggja niður átta svæðisbundin heilbrigðiseftirlit á landsbyggðinni er framkvæmdastjórum fækkað um átta. Það er ekki aðeins spurning um starfsmenn heldur spurning um gæði eftirlits og öryggi íbúa. Þetta eru opinber störf menntaðra sérfræðinga með staðbundna þekkingu og djúp tengsl við nærumhverfið, fólk sem hefur haft umboð til að forgangsraða fjármagni og tryggja öflugt eftirlit í sínum heimahéruðum. Með breytingunum er þessi vernd veikluð og valdinu kippt til fjarlægra skrifstofa. Framhaldsskólarnir – sjálfstæðinu ógnað Nýjasta dæmið er áform um að setja miðlægar fjármálaskrifstofur yfir framhaldsskólana. Með því er sjálfstæði skólastjórnenda skert og sveigjanleiki til að mæta þörfum hvers menntasamfélags minnkar. Skólarnir eiga að vera drifnir áfram af nærumhverfinu, ekki fjarlægum skrifstofum. Ábyrgð stjórnvalda Ég innti Ingu Sæland eftir þessu á Alþingi í dag í fyrirspurnartíma. Hún vísaði ábyrgðinni frá sér með þeim rökum að málin heyrðu ekki undir hennar ráðuneyti. En sem oddviti stjórnmálaflokks í ríkisstjórn ber hún fulla pólitíska ábyrgð. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við formsatriði. Aðför að landsbyggðinni Hvort sem þetta er hluti af svokallaðri tiltekt ríkisstjórnarinnar eða ekki, þá blasir hitt við: uppsafnað eru þessi áform ekkert annað en grimmileg aðför að landsbyggðinni. Með þessum aðgerðum er vegið að mikilvægum innviðum sem skipta byggðirnar utan höfuðborgarsvæðisins sköpum. Felst í tiltekt ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í að brjóta og bramla hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum? Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Byggðamál Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurlagning sýslumannsembættanna, afnám sex svæðisbundinna heilbrigðiseftirlita, fækkun héraðsdómstóla og nú áform um að miðstýra fjármálum framhaldsskólanna allt ber þetta að sama brunni. Breytingar sem veikja innviði héraðsins Í heildina er með þessum aðgerðum verið að flytja eða veikja 40–50 opinber störf á landsbyggðinni. Þetta eru ekki hvers kyns störf heldur stöður menntaðra sérfræðinga sem hafa haft raunverulegt umboð til að forgangsraða fjármagni og móta starfsemi á sínu svæði. Þegar þessi opinberu störf eru flutt frá héraði tapast ekki bara atvinnutækifæri heldur líka vald til ákvarðanatöku á staðnum. Innviðir sem áður þjónuðu byggðunum með styrk og sjálfstæði eru þannig bitlausir gerðir. Þess í stað verða eftir útibú sem missa áhrif sín og geta lítið annað en fylgt fyrirmælum frá miðlægum skrifstofum. Sagan sýnir að þegar kemur að niðurskurði er mun auðveldara fyrir embættismenn fjarri viðkomandi starfsstöð að beita niðurskurðarhnífnum þar sem þeir standa ekki í djúpum tengslum við samfélagið sem þjónustan á að þjóna. Sýslumannsembættin lögð niður Sýslumannsembættin voru í áratugi burðarás í þjónustu við almenning um land allt. Með niðurlagningu þeirra mun aðgengi að grunnþjónustu veikjast, sérstaklega í dreifðum byggðum. Fólk þarf nú að sækja þjónustu lengra að, sem skapar bæði kostnað og óhagræði. Heilbrigðiseftirlitin lögð niður Með því að leggja niður átta svæðisbundin heilbrigðiseftirlit á landsbyggðinni er framkvæmdastjórum fækkað um átta. Það er ekki aðeins spurning um starfsmenn heldur spurning um gæði eftirlits og öryggi íbúa. Þetta eru opinber störf menntaðra sérfræðinga með staðbundna þekkingu og djúp tengsl við nærumhverfið, fólk sem hefur haft umboð til að forgangsraða fjármagni og tryggja öflugt eftirlit í sínum heimahéruðum. Með breytingunum er þessi vernd veikluð og valdinu kippt til fjarlægra skrifstofa. Framhaldsskólarnir – sjálfstæðinu ógnað Nýjasta dæmið er áform um að setja miðlægar fjármálaskrifstofur yfir framhaldsskólana. Með því er sjálfstæði skólastjórnenda skert og sveigjanleiki til að mæta þörfum hvers menntasamfélags minnkar. Skólarnir eiga að vera drifnir áfram af nærumhverfinu, ekki fjarlægum skrifstofum. Ábyrgð stjórnvalda Ég innti Ingu Sæland eftir þessu á Alþingi í dag í fyrirspurnartíma. Hún vísaði ábyrgðinni frá sér með þeim rökum að málin heyrðu ekki undir hennar ráðuneyti. En sem oddviti stjórnmálaflokks í ríkisstjórn ber hún fulla pólitíska ábyrgð. Það er ekki hægt að skýla sér á bak við formsatriði. Aðför að landsbyggðinni Hvort sem þetta er hluti af svokallaðri tiltekt ríkisstjórnarinnar eða ekki, þá blasir hitt við: uppsafnað eru þessi áform ekkert annað en grimmileg aðför að landsbyggðinni. Með þessum aðgerðum er vegið að mikilvægum innviðum sem skipta byggðirnar utan höfuðborgarsvæðisins sköpum. Felst í tiltekt ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í að brjóta og bramla hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum? Höfundur er formaður Framsóknar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun