Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar 18. september 2025 13:02 Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Öryggis- og varnarmál Fjarðabyggð Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar