„Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2025 07:17 Ómar Ragnarsson er 85 ára í dag en hann hefur brallað ýmislegt gegnum tíðina. Ólafur Sveinsson hefur síðustu ár unnið að heimildarmynd um Ómar Ragnarsson. Hann segir ómögulegt að ná utan um atburðaríka ævi Ómars í einni mynd en hún fjallar um umbrotatíma í lífi Ómars í kringum virkjun Kárahnjúka og stofnun Íslandshreyfingarinnar Ómar fagnar 85 ára afmæli í dag og í tilefni af því birtir Vísir myndefni úr óútgefinni heimildarmyndinni. Einnig ræddi blaðamaður við Ólaf Sveinsson, leikstjóra sem er búsettur í Berlín en er staddur hér á landi til að ljúka við myndina. Ólafur Sveinsson hefur setið lengi á myndefninu en segir að nú sé kominn tími til að gefa það út.Vísir/Anton Brink Ólafur segir að í raun sé ómögulegt að gera eina heimildarmynd um ævi Ómars, hann hafi brugðið sér í svo mörg hlutverk gegnum tíðina: keppt í frjálsum og rallý, starfað sem skemmtikraftur, fréttamaður, leikið og sungið, gefið út bækur, gert kvikmyndir, flogið um loftin blá og barist fyrir náttúrunni. „Ómar hefur verið mesti gleðigjafi þjóðarinnar frá því hann var í menntaskóla og fram yfir áttrætt, hann á gríðarlega mikið af textum og lögum, sennilega eini lagasmiður þjóðarinnar sem kann ekki á hljóðfæri, það er endalaust hægt að tala um Ómar, það er ótrúlegt hverju hann hefur komið í verk og hann er þjóðargersemi,“ segir Ólafur. Klippa: Brot úr nýrri heimildarmynd um Ómar Ragnarsson Meginhluti heimildarmyndarinnar er unninn upp úr myndefni sem var tekið á árunum 2005 til 2007 af mismunandi aðilum, sem eru flestir góðir vinir Ómars, og hefur sáralítið af því komið fyrir almenningssjónir. Hins vegar spannar myndin tuttugu ára tímabil og fóru síðustu tökurnar fram fyrr á þessu ári við Hálslón. „Uppistaðan í myndinni eru miklir umbrotatímar í lífi Ómars árin 2006 og 2007 tengdir byggingu Kárahnjúkavirkjunar og ákvörðun hans um að koma ekki aðeins úr felum sem náttúruverndarsinni haustið 2006, skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálslón, heldur líka að berjast fyrir náttúruvernd og gegn stóriðju með því að stofna nýjan stjórnmálaflokk,“ segir Ólafur. Barðist fyrir náttúru og fréttamennsku Fyrsti hluti myndarinnar fjallar um ferðir Ómars með ferðamenn um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar, skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálslón. Síðan má sjá Ómar sigla um Hálslón á litlum hvítum plastbát, Örkinni hans Ómars, eftir íslenska syndaflóðið í Kárahnjúkavirkjun og svo stofnun hans á Íslandshreyfingunni. „Það var Ómar sem átti langstærstan þátt í að vekja athygli á því hvað hálendið kringum Snæfell norðaustan Vatnajökuls, sem var eitt best varðveitta leyndamál íslenskrar náttúru þar til framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust, var mikil gersemi,“ segir Ólafur. „Hann var einn af sárafáum fréttamönnum sem fjallaði reglulega um byggingu hennar og áhrifasvæði, stærstu, dýrustu og umdeildustu framkvæmd íslandssögunnar, í mikilli óþökk þeirra valdamanna sem harðast börðust fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunar, og kröfðust þess að hann yrði rekinn frá Sjónvarpinu.“ „Hann var líka að berjast fyrir fréttamennsku, að mega segja frá vegna þess að hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu, ekki síst frá valdaflokkum, bara af því hann fjallaði um Kárahnjúkavirkjun og náttúruna,“ segir Ólafur. „Hann fórnaði gríðarmiklu“ „Hann og margir fleiri sem voru í baráttunni á þessum tíma, eins og Guðmundur Páll Ólafsson heitinn, urðu ekki bara fyrir einelti heldur voru símarnir hleraðir hjá þeim og lögreglan elti þá, þessi barátta Ómars varð til þess að fyrirtæki treystu sér ekki til að styðja hann fjárhagslega.“ „Þetta hafði gríðarmikil áhrif á hans persónulega líf og hann fórnaði gríðarmiklu,“ segir Ólafur. Áform og yfirlýsingar Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfisráðherra „um stórframkvæmdir út um allt land“ hafi verið Ólafi áminning um að myndin þyrfti að koma út og að baráttan fyrir náttúrunni væri enn jafnmikilvæg. „Umhverfisráðherrann virðist hafa ákveðið að kippa rammaáætlun úr sambandi sem var lýðræðisleg leið til þess að komast að því hvað mætti virkja og hvað ekki. Allt í einu skiptir það ekki málil,“ segir hann.„Þar heggur sá er hlífa skyldi.“ Ólafur segir forsætisráðherra og utanríkisráðherra boða stórstyrjöld gegn landinu. Talað sé um virkjanir, vindmyllur og einfaldara regluverk. Baráttan fyrir friðun náttúruhaldi áfram með Hvammsvirkjun og næstu kynslóðir þurfi þá að taka við keflinu. „Baráttan fyrir friðun náttúru landsins, þar sem hann stóð í fremstu víglínu, heldur áfram, nú undir forystu annara. Kjalölduveita, Þjórsárver, Hvammsvirkjun, Krýsuvík, Garpsdalur, Seyðisfjörður, Eyjafjörður – vatnsaflsvirkjanir, gufuaflsvirkjanir, vindorkuver og laxeldi,“ segir Ólafur. Ólafur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru Þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Þetta er í þrettánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent á Degi íslenskrar náttúru. 16. september 2022 16:20 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Ómar fagnar 85 ára afmæli í dag og í tilefni af því birtir Vísir myndefni úr óútgefinni heimildarmyndinni. Einnig ræddi blaðamaður við Ólaf Sveinsson, leikstjóra sem er búsettur í Berlín en er staddur hér á landi til að ljúka við myndina. Ólafur Sveinsson hefur setið lengi á myndefninu en segir að nú sé kominn tími til að gefa það út.Vísir/Anton Brink Ólafur segir að í raun sé ómögulegt að gera eina heimildarmynd um ævi Ómars, hann hafi brugðið sér í svo mörg hlutverk gegnum tíðina: keppt í frjálsum og rallý, starfað sem skemmtikraftur, fréttamaður, leikið og sungið, gefið út bækur, gert kvikmyndir, flogið um loftin blá og barist fyrir náttúrunni. „Ómar hefur verið mesti gleðigjafi þjóðarinnar frá því hann var í menntaskóla og fram yfir áttrætt, hann á gríðarlega mikið af textum og lögum, sennilega eini lagasmiður þjóðarinnar sem kann ekki á hljóðfæri, það er endalaust hægt að tala um Ómar, það er ótrúlegt hverju hann hefur komið í verk og hann er þjóðargersemi,“ segir Ólafur. Klippa: Brot úr nýrri heimildarmynd um Ómar Ragnarsson Meginhluti heimildarmyndarinnar er unninn upp úr myndefni sem var tekið á árunum 2005 til 2007 af mismunandi aðilum, sem eru flestir góðir vinir Ómars, og hefur sáralítið af því komið fyrir almenningssjónir. Hins vegar spannar myndin tuttugu ára tímabil og fóru síðustu tökurnar fram fyrr á þessu ári við Hálslón. „Uppistaðan í myndinni eru miklir umbrotatímar í lífi Ómars árin 2006 og 2007 tengdir byggingu Kárahnjúkavirkjunar og ákvörðun hans um að koma ekki aðeins úr felum sem náttúruverndarsinni haustið 2006, skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálslón, heldur líka að berjast fyrir náttúruvernd og gegn stóriðju með því að stofna nýjan stjórnmálaflokk,“ segir Ólafur. Barðist fyrir náttúru og fréttamennsku Fyrsti hluti myndarinnar fjallar um ferðir Ómars með ferðamenn um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar, skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálslón. Síðan má sjá Ómar sigla um Hálslón á litlum hvítum plastbát, Örkinni hans Ómars, eftir íslenska syndaflóðið í Kárahnjúkavirkjun og svo stofnun hans á Íslandshreyfingunni. „Það var Ómar sem átti langstærstan þátt í að vekja athygli á því hvað hálendið kringum Snæfell norðaustan Vatnajökuls, sem var eitt best varðveitta leyndamál íslenskrar náttúru þar til framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun hófust, var mikil gersemi,“ segir Ólafur. „Hann var einn af sárafáum fréttamönnum sem fjallaði reglulega um byggingu hennar og áhrifasvæði, stærstu, dýrustu og umdeildustu framkvæmd íslandssögunnar, í mikilli óþökk þeirra valdamanna sem harðast börðust fyrir byggingu Kárahnjúkavirkjunar, og kröfðust þess að hann yrði rekinn frá Sjónvarpinu.“ „Hann var líka að berjast fyrir fréttamennsku, að mega segja frá vegna þess að hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu, ekki síst frá valdaflokkum, bara af því hann fjallaði um Kárahnjúkavirkjun og náttúruna,“ segir Ólafur. „Hann fórnaði gríðarmiklu“ „Hann og margir fleiri sem voru í baráttunni á þessum tíma, eins og Guðmundur Páll Ólafsson heitinn, urðu ekki bara fyrir einelti heldur voru símarnir hleraðir hjá þeim og lögreglan elti þá, þessi barátta Ómars varð til þess að fyrirtæki treystu sér ekki til að styðja hann fjárhagslega.“ „Þetta hafði gríðarmikil áhrif á hans persónulega líf og hann fórnaði gríðarmiklu,“ segir Ólafur. Áform og yfirlýsingar Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfisráðherra „um stórframkvæmdir út um allt land“ hafi verið Ólafi áminning um að myndin þyrfti að koma út og að baráttan fyrir náttúrunni væri enn jafnmikilvæg. „Umhverfisráðherrann virðist hafa ákveðið að kippa rammaáætlun úr sambandi sem var lýðræðisleg leið til þess að komast að því hvað mætti virkja og hvað ekki. Allt í einu skiptir það ekki málil,“ segir hann.„Þar heggur sá er hlífa skyldi.“ Ólafur segir forsætisráðherra og utanríkisráðherra boða stórstyrjöld gegn landinu. Talað sé um virkjanir, vindmyllur og einfaldara regluverk. Baráttan fyrir friðun náttúruhaldi áfram með Hvammsvirkjun og næstu kynslóðir þurfi þá að taka við keflinu. „Baráttan fyrir friðun náttúru landsins, þar sem hann stóð í fremstu víglínu, heldur áfram, nú undir forystu annara. Kjalölduveita, Þjórsárver, Hvammsvirkjun, Krýsuvík, Garpsdalur, Seyðisfjörður, Eyjafjörður – vatnsaflsvirkjanir, gufuaflsvirkjanir, vindorkuver og laxeldi,“ segir Ólafur. Ólafur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Tengdar fréttir Ómar Ragnarsson verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru Þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Þetta er í þrettánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent á Degi íslenskrar náttúru. 16. september 2022 16:20 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Ómar Ragnarsson verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru Þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Þetta er í þrettánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent á Degi íslenskrar náttúru. 16. september 2022 16:20