Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar 15. september 2025 12:01 Landspítali gefur út fréttabréf sem nefnist Spítalapúlsinn. Í nýjasta tölublaði þess er staðfest það sem við í Sjúkraliðafélagi Íslands höfum árum saman bent á. Heilbrigðiskerfið býr við kerfislægan skort á sjúkraliðum. Þetta er ekki aðeins staðreynd í skýrslum, heldur daglegur veruleiki á deildum spítalans. Þeir sem standa vaktina vita það, því skortur á sjúkraliðum þýðir lengri bið, minni gæði og meira álag. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 eru settar fram stórar tölur. 192 milljarðar í sjúkrahúsþjónustu, 102 milljarðar í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 93 milljarðar í hjúkrun og endurhæfingu og 45 milljarðar í lyf og lækningavörur. Þessar fjárhæðir líta glæsilega út á blaði. En þær svara ekki lykilspurningunni: „Hver á að sinna sjúklingunum?“ Á bráðamóttökunni í Fossvogi er rúmanýting yfir 100% og tugir sjúklinga bíða innlagnar dag eftir dag. Þeir bíða ekki eftir fjárlögum, þeir bíða eftir manneskjunni sem kemur og sinnir þeim. Það er kaldhæðnislegt að sjá í frumvarpinu að efla eigi mönnun „innan ramma“ því rammarnir eru of alltof þröngir. Aðhald er ekki stefna, heldur orð yfir niðurskurð. Og niðurskurður í mönnun þýðir minni þjónusta og ógn við öryggi. Sjúkraliðar þurfa rödd í stefnumótun Það er ekki nóg að tala um sjúkraliða sem vinnuafl sem fyllir vaktir. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað lagt áherslu á að stéttin fái virka rödd í stefnumótun hjúkrunar. Við erum fagfólk með menntun og reynslu sem snertir grunnþarfir sjúklinga, og ef rödd okkar vantar í skipulagningu og þróun, þá vantar stóran hluta í heildarmyndina. Í Spítalapúlsinum má sjá dæmi um framlag sjúkraliða til faglegra verkefna. Á „Degi byltuvarna“ flutti sjúkraliði erindi um áhættumat sjúklinga. Þetta sýnir að við erum ekki aðeins hendur á gólfi heldur fagfólk sem tekur þátt í rannsóknum og gæðastarfi. Að halda sjúkraliðum utan við mótun hjúkrunarstefnu er því ekki aðeins vanmat á stéttinni heldur beinlínis hættulegt fyrir heilbrigðisþjónustuna. Framgangur, sérhæfing og aðgangur að verkfærum Til þess að sjúkraliðastarf verði raunverulegt ævistarf þarf að tryggja bæði framgang og sérhæfingu. Við Háskólann á Akureyri er nú boðið upp á diplómanám í heimahjúkrun, öldrunarhjúkrun og geðhjúkrun. Þetta nám bætir við þekkingu, eykur sérhæfingu og gerir sjúkraliðum kleift að nýta hæfni sína á nýjan hátt. En menntun sem ekki er viðurkennd í starfsþróun er lítils virði. Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnana að sjá til þess að sjúkraliðar með diplómapróf fái raunverulegan framgang í starfi, ný verkefni og aukna ábyrgð. Þetta er ekki spurning um greiðvikni heldur faglegt réttlæti. Þegar stétt leggur á sig viðbótarnám verður það að endurspeglast í launakerfi, starfslýsingum og mönnun. Aðgangur að sjúkraskrám – skilyrði fyrir öryggi Þar að auki er það grundvallaratriði að sjúkraliðar hafi aðgang að sjúkraskrám. Samkvæmt lögum og reglugerð á heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð sjúklings að hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Í reynd hefur aðgangur sjúkraliða þó verið takmarkaður á sumum stofnunum, þrátt fyrir faglega ábyrgð þeirra. Sérhæfðir sjúkraliðar með diplómanám geta ekki sinnt verkefnum sínum, s.s. lyfjagjöf, blóðtöku eða skráningu í hjúkrun, nema með aðgangi að fyrirmælum í rafrænum kerfum. Að útiloka þá frá þessum upplýsingum er ekki aðeins ófaglegt heldur skerðir það öryggi sjúklinga og samfellu þjónustunnar. Að lyfta stéttinni felur því ekki aðeins í sér að viðurkenna menntun og sérhæfingu, heldur líka að tryggja sjúkraliðum fullan aðgang að öllum þeim verkfærum sem starfið krefst. Sjúkraliðastarf sem ævistarf Mikilvægt er að byggja upp starfsferil sjúkraliða þannig að fleiri sjái sér hag í að starfa í stéttinni til lengri tíma. Það þýðir að bjóða upp á skýran starfsþróunarferil, tækifæri til sérhæfingar og raunverulegan framgang. Aðeins þannig má tryggja að sjúkraliðastéttin sé ekki bráðabirgðastarf eða skref á leiðinni annað, heldur raunverulegt ævistarf. Við þurfum ekki fleiri skýrslur til að vita hvað er að. Við þurfum aðgerðir sem felast í fjárfestingu í nýliðun, menntun, diplómanámi og starfsþróun sjúkraliða. Það er eina leiðin til að tryggja að stéttin dafni, að fleiri velji að starfa sem sjúkraliðar til lengri tíma, og að heilbrigðiskerfið hafi burði til að mæta þeim gríðarlegu áskorunum sem framundan eru. Ef stjórnvöld ætla að spara sig í gegnum vandann án þess að styrkja sjúkraliða, þá er niðurstaðan skýr, það verður ekkert heilbrigðiskerfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landspítali gefur út fréttabréf sem nefnist Spítalapúlsinn. Í nýjasta tölublaði þess er staðfest það sem við í Sjúkraliðafélagi Íslands höfum árum saman bent á. Heilbrigðiskerfið býr við kerfislægan skort á sjúkraliðum. Þetta er ekki aðeins staðreynd í skýrslum, heldur daglegur veruleiki á deildum spítalans. Þeir sem standa vaktina vita það, því skortur á sjúkraliðum þýðir lengri bið, minni gæði og meira álag. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 eru settar fram stórar tölur. 192 milljarðar í sjúkrahúsþjónustu, 102 milljarðar í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, 93 milljarðar í hjúkrun og endurhæfingu og 45 milljarðar í lyf og lækningavörur. Þessar fjárhæðir líta glæsilega út á blaði. En þær svara ekki lykilspurningunni: „Hver á að sinna sjúklingunum?“ Á bráðamóttökunni í Fossvogi er rúmanýting yfir 100% og tugir sjúklinga bíða innlagnar dag eftir dag. Þeir bíða ekki eftir fjárlögum, þeir bíða eftir manneskjunni sem kemur og sinnir þeim. Það er kaldhæðnislegt að sjá í frumvarpinu að efla eigi mönnun „innan ramma“ því rammarnir eru of alltof þröngir. Aðhald er ekki stefna, heldur orð yfir niðurskurð. Og niðurskurður í mönnun þýðir minni þjónusta og ógn við öryggi. Sjúkraliðar þurfa rödd í stefnumótun Það er ekki nóg að tala um sjúkraliða sem vinnuafl sem fyllir vaktir. Sjúkraliðafélagið hefur ítrekað lagt áherslu á að stéttin fái virka rödd í stefnumótun hjúkrunar. Við erum fagfólk með menntun og reynslu sem snertir grunnþarfir sjúklinga, og ef rödd okkar vantar í skipulagningu og þróun, þá vantar stóran hluta í heildarmyndina. Í Spítalapúlsinum má sjá dæmi um framlag sjúkraliða til faglegra verkefna. Á „Degi byltuvarna“ flutti sjúkraliði erindi um áhættumat sjúklinga. Þetta sýnir að við erum ekki aðeins hendur á gólfi heldur fagfólk sem tekur þátt í rannsóknum og gæðastarfi. Að halda sjúkraliðum utan við mótun hjúkrunarstefnu er því ekki aðeins vanmat á stéttinni heldur beinlínis hættulegt fyrir heilbrigðisþjónustuna. Framgangur, sérhæfing og aðgangur að verkfærum Til þess að sjúkraliðastarf verði raunverulegt ævistarf þarf að tryggja bæði framgang og sérhæfingu. Við Háskólann á Akureyri er nú boðið upp á diplómanám í heimahjúkrun, öldrunarhjúkrun og geðhjúkrun. Þetta nám bætir við þekkingu, eykur sérhæfingu og gerir sjúkraliðum kleift að nýta hæfni sína á nýjan hátt. En menntun sem ekki er viðurkennd í starfsþróun er lítils virði. Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnana að sjá til þess að sjúkraliðar með diplómapróf fái raunverulegan framgang í starfi, ný verkefni og aukna ábyrgð. Þetta er ekki spurning um greiðvikni heldur faglegt réttlæti. Þegar stétt leggur á sig viðbótarnám verður það að endurspeglast í launakerfi, starfslýsingum og mönnun. Aðgangur að sjúkraskrám – skilyrði fyrir öryggi Þar að auki er það grundvallaratriði að sjúkraliðar hafi aðgang að sjúkraskrám. Samkvæmt lögum og reglugerð á heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð sjúklings að hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Í reynd hefur aðgangur sjúkraliða þó verið takmarkaður á sumum stofnunum, þrátt fyrir faglega ábyrgð þeirra. Sérhæfðir sjúkraliðar með diplómanám geta ekki sinnt verkefnum sínum, s.s. lyfjagjöf, blóðtöku eða skráningu í hjúkrun, nema með aðgangi að fyrirmælum í rafrænum kerfum. Að útiloka þá frá þessum upplýsingum er ekki aðeins ófaglegt heldur skerðir það öryggi sjúklinga og samfellu þjónustunnar. Að lyfta stéttinni felur því ekki aðeins í sér að viðurkenna menntun og sérhæfingu, heldur líka að tryggja sjúkraliðum fullan aðgang að öllum þeim verkfærum sem starfið krefst. Sjúkraliðastarf sem ævistarf Mikilvægt er að byggja upp starfsferil sjúkraliða þannig að fleiri sjái sér hag í að starfa í stéttinni til lengri tíma. Það þýðir að bjóða upp á skýran starfsþróunarferil, tækifæri til sérhæfingar og raunverulegan framgang. Aðeins þannig má tryggja að sjúkraliðastéttin sé ekki bráðabirgðastarf eða skref á leiðinni annað, heldur raunverulegt ævistarf. Við þurfum ekki fleiri skýrslur til að vita hvað er að. Við þurfum aðgerðir sem felast í fjárfestingu í nýliðun, menntun, diplómanámi og starfsþróun sjúkraliða. Það er eina leiðin til að tryggja að stéttin dafni, að fleiri velji að starfa sem sjúkraliðar til lengri tíma, og að heilbrigðiskerfið hafi burði til að mæta þeim gríðarlegu áskorunum sem framundan eru. Ef stjórnvöld ætla að spara sig í gegnum vandann án þess að styrkja sjúkraliða, þá er niðurstaðan skýr, það verður ekkert heilbrigðiskerfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun