Tvö frá Haaland og Manchester er blá

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Braut Haaland skoraði tvö fyrir City í dag.
Erling Braut Haaland skoraði tvö fyrir City í dag. Carl Recine/Getty Images

Eftir tvö töp í röð er Manchester City komið aftur á sigurbraut eftir öruggan 3-0 sigur gegn Manchester United í stórleik og nágrannaslag liðanna í dag.

Heimamenn í City komust yfir strax á 18. mínútu þegar Phil Foden skallaði sendingu Jeremy Doku í netið.

Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Doku var svo aftur gjafmildur við liðsfélaga sína á 53. mínútu þegar hann stakk boltanum inn fyrir vörn gestanna. Markamaskínan Erling Braut Haaland tók við boltanum og skilaðu honum snyrtilega í netið.

Haaland fékk algjört dauðafæri stuttu seinna til að bæta þriðja marki liðsins við, en skota hans á einhvern ótrúlegan hátt í stöngina, þrátt fyrir að hafa verið nánast einn fyrir opnu marki.

Norðmaðurinn bætti þó upp fyrir klúðrið 68. mínútu þegar hann bætti öðru marki sínu við eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva og þar við sat.

Niðurstaðan því 3-0 sigur Manchester City sem nú er með sex stig eftir fjórar umferðir, tveimur stigum meira en Manchester United sem er með fjögur stig. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira