Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 9. september 2025 14:31 Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem til stendur að stytta bótatímabilið úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði og herða á ávinnsluskilyrðum. Þessi áform endurspeglast einnig í frumvarpi til fjárlaga sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær. Áætlað er að þessi skerðing á réttindum launafólks muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári þegar hún verður að fullu innleidd. Atvinnuþáttaka allra hópa á Íslandi er sú mesta innan OECD og atvinnuleysi er einnig með minnsta móti, þar með talið langtímaatvinnuleysi. Ekki er því að sjá að knýjandi þörf sé á breytingum á atvinnuleysistryggingakerfinu og skerðingu á afkomutryggingu launafólks. Markmið breytinganna er sagt vera að stuðla að aukinni virkni þeirra sem lenda í langtímaatvinnuleysi en óljóst er með öllu hvernig ná skuli því markmiði með því einu að skerða réttindi og afkomuöryggi launafólks í viðkvæmri stöðu. Réttara er að kalla breytingarnar því nafni sem þær eru, sparnaðartillögur. Atvinnuleysistryggingar eru vernd gegn afkomumissi Atvinnuleysistryggingar varða grundvallarakomu launafólks og veita vernd við atvinnumissi. Réttindin koma ekki sjálfkrafa heldur safnast upp í gegnum þátttöku á vinnumarkaði. Breyttur vinnumarkaður, tæknibreytingar og minni festa í ráðningarsamböndum sem draga úr afkomuöryggi launafólks minnka síður en svo þörf fyrir öflugar atvinnuleysistryggingar. Samið var fyrst um atvinnuleysistryggingar árið 1955 í kjölfar harðra átaka og einhverra lengstu verkfalla sem verið hafa á vinnumarkaði. Í fyrstu var atvinnuleysistryggingasjóður í höndum verkalýðsfélaganna en síðar tóku stjórnvöld yfir sjóðinn og færðu undir Vinnumálastofnun sem einnig tók að sér alla umsýslu vegna hans. Þannig voru það aðilar vinnumarkaðarins sem settu kerfið á fót og hafa breytingar á því hingað til verið gerðar í samráði við þá. Niðurskurður í dulargervi Árið 2021 var boðuð endurskoðun á atvinnuleysistryggingalögum og í kjölfarið stofnaði þáverandi félagsmálaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að endurskoða lögin. Í þeim hópi áttu sæti fulltrúar launafólks ásamt fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim vettvangi var meðal annars rætt um lengd bótatímabilsins. Fulltrúar launafólks í starfshópnum lögðu ríka áherslu á að setja þyrfti umræðu um lengd bótatímabilsins í samhengi við þá þjónustu og þau úrræði sem til staðar væru til að aðstoða einstaklinga að komast aftur í starf. Slíkar aðgerðir miða m.a. að því að auðvelda atvinnuleit, tryggja góðar ráðningar, efla færni og getu atvinnuleitenda og tryggja virkni þeirra. OECD hefur einnig lagt áherslu á að atvinnuleysistryggingakerfið þurfi að koma betur til móts við þarfir innflytjenda sem síður hafa tengslanet á vinnumarkaði og þar þurfi úrræði, námskeið og tungumálakennsla að vera betur sniðin að þeirra þörfum. Fyrir liggur að mun minna er lagt í virk vinnumarkaðsúrræði til að styðja við fólk í atvinnuleit hér á landi en í nágrannalöndunum og ekki er að sjá að áformuð sé stefnubreyting í þeim efnum. Réttindi launafólks verða varin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú ákveðið að virða að vettugi starf þessarar nefndar aðila vinnumarkaðarins og einhliða ákveðið að stytta atvinnuleysisbótatímabilið og herða ávinnsluskilyrðin. Lagt er til grundvallar að fólk sem missi réttinn til atvinnuleysisbóta finni sér bara nýtt starf. Þetta lýsir hroka og miklu þekkingarleysi á stöðu þeirra einstaklinga sem missa starf sitt og eru án atvinnu til lengri tíma. Fólk sem starfar í árstíðabundnum atvinnugreinum mun lenda í vandræðum og ætla má að ásókn vinnandi fólks í þær greinar dragist enn frekar saman. Að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna er nánast fordæmalaust og gengur þvert á eðlileg samskipti stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Íslensk verkalýðshreyfing mun ekki sitja hjá og láta þessi vinnubrögð og þá miklu réttindaskerðingu launafólks sem boðuð er óátalin. Finnbjörn A Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem til stendur að stytta bótatímabilið úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði og herða á ávinnsluskilyrðum. Þessi áform endurspeglast einnig í frumvarpi til fjárlaga sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær. Áætlað er að þessi skerðing á réttindum launafólks muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári þegar hún verður að fullu innleidd. Atvinnuþáttaka allra hópa á Íslandi er sú mesta innan OECD og atvinnuleysi er einnig með minnsta móti, þar með talið langtímaatvinnuleysi. Ekki er því að sjá að knýjandi þörf sé á breytingum á atvinnuleysistryggingakerfinu og skerðingu á afkomutryggingu launafólks. Markmið breytinganna er sagt vera að stuðla að aukinni virkni þeirra sem lenda í langtímaatvinnuleysi en óljóst er með öllu hvernig ná skuli því markmiði með því einu að skerða réttindi og afkomuöryggi launafólks í viðkvæmri stöðu. Réttara er að kalla breytingarnar því nafni sem þær eru, sparnaðartillögur. Atvinnuleysistryggingar eru vernd gegn afkomumissi Atvinnuleysistryggingar varða grundvallarakomu launafólks og veita vernd við atvinnumissi. Réttindin koma ekki sjálfkrafa heldur safnast upp í gegnum þátttöku á vinnumarkaði. Breyttur vinnumarkaður, tæknibreytingar og minni festa í ráðningarsamböndum sem draga úr afkomuöryggi launafólks minnka síður en svo þörf fyrir öflugar atvinnuleysistryggingar. Samið var fyrst um atvinnuleysistryggingar árið 1955 í kjölfar harðra átaka og einhverra lengstu verkfalla sem verið hafa á vinnumarkaði. Í fyrstu var atvinnuleysistryggingasjóður í höndum verkalýðsfélaganna en síðar tóku stjórnvöld yfir sjóðinn og færðu undir Vinnumálastofnun sem einnig tók að sér alla umsýslu vegna hans. Þannig voru það aðilar vinnumarkaðarins sem settu kerfið á fót og hafa breytingar á því hingað til verið gerðar í samráði við þá. Niðurskurður í dulargervi Árið 2021 var boðuð endurskoðun á atvinnuleysistryggingalögum og í kjölfarið stofnaði þáverandi félagsmálaráðherra starfshóp sem fékk það hlutverk að endurskoða lögin. Í þeim hópi áttu sæti fulltrúar launafólks ásamt fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda. Á þeim vettvangi var meðal annars rætt um lengd bótatímabilsins. Fulltrúar launafólks í starfshópnum lögðu ríka áherslu á að setja þyrfti umræðu um lengd bótatímabilsins í samhengi við þá þjónustu og þau úrræði sem til staðar væru til að aðstoða einstaklinga að komast aftur í starf. Slíkar aðgerðir miða m.a. að því að auðvelda atvinnuleit, tryggja góðar ráðningar, efla færni og getu atvinnuleitenda og tryggja virkni þeirra. OECD hefur einnig lagt áherslu á að atvinnuleysistryggingakerfið þurfi að koma betur til móts við þarfir innflytjenda sem síður hafa tengslanet á vinnumarkaði og þar þurfi úrræði, námskeið og tungumálakennsla að vera betur sniðin að þeirra þörfum. Fyrir liggur að mun minna er lagt í virk vinnumarkaðsúrræði til að styðja við fólk í atvinnuleit hér á landi en í nágrannalöndunum og ekki er að sjá að áformuð sé stefnubreyting í þeim efnum. Réttindi launafólks verða varin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú ákveðið að virða að vettugi starf þessarar nefndar aðila vinnumarkaðarins og einhliða ákveðið að stytta atvinnuleysisbótatímabilið og herða ávinnsluskilyrðin. Lagt er til grundvallar að fólk sem missi réttinn til atvinnuleysisbóta finni sér bara nýtt starf. Þetta lýsir hroka og miklu þekkingarleysi á stöðu þeirra einstaklinga sem missa starf sitt og eru án atvinnu til lengri tíma. Fólk sem starfar í árstíðabundnum atvinnugreinum mun lenda í vandræðum og ætla má að ásókn vinnandi fólks í þær greinar dragist enn frekar saman. Að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna er nánast fordæmalaust og gengur þvert á eðlileg samskipti stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Íslensk verkalýðshreyfing mun ekki sitja hjá og láta þessi vinnubrögð og þá miklu réttindaskerðingu launafólks sem boðuð er óátalin. Finnbjörn A Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun