Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir skrifa 9. september 2025 11:30 Ný aðgerðaáætlun í menntamálum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er metnaðarfullt skjal og vel upp sett. Fyrir árslok 2027 á að hrinda í framkvæmd samtals 21 aðgerð í 111 liðum eða einum slíkum aðgerðalið á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Skjalið er skrifað í samræmi við þingsályktun frá 2021. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi, og Gæði í forgrunni. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi; Gæði í forgrunni. Undir hverri stoð eru fjórar aðgerðir sem síðan er skipt í í tvo til ellefu liði. Þrátt fyrir snotra uppsetningu og góðan frágang olli aðgerðaáætlunin vonbrigðum vegna þess að öllu því sem á að gera er annaðhvort ekkert forgangsraðað eða sú röðun er ósýnileg. Byggt á ólíkum sjónarmiðum Okkur sýnist að áætlunin sé mótuð af tvenns konar áherslum sem takast á: Annars vegar að styrkja PISA-greinarnar, það er læsi, stærðfræði og náttúruvísindi, og hins vegar að stuðla að vellíðan barna, inngildingu og jöfnuði. PISA-áherslan tengist mælingum, gæðum, fagmennsku og framtíðarhæfni með áherslu á mælanlegar stærðir. Vellíðunaráherslan hverfist um jöfnuð, rödd barna og inngildingu. Þetta tvennt hvorki þarf né má vera ósamrýmanlegt. Hvað væri réttast að gera? Samhliða rýni okkar á áætlunina höfum við velt vöngum yfir því hvað væri réttast að gera. Með hliðsjón af bæði niðurstöðum PISA og niðurstöðum rannsókninnar QUINT (Quality in Nordic Teaching) sem sagt er frá í bókinni Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2024), væri best að setja stuðning við kennara í algeran forgang. Ein aðgerð, „4.2 Öflugir kennarar í skólum landsins“, bregður þó ljósi á hvað ráðuneytið telur þurfa að gera til að auka gæði kennslu. Enginn liðanna sex í aðgerðinni tekur mjög nákvæmlega á málinu en þrír eru þýðingarmestir: Aðgerðaliðurinn „Efla starfsþróun kennara á lykilsviðum náms og kennslu“ (4.2.3) er mikilvægur en vekur spurninguna um hver þessi lykilsvið séu. Aðgerðaliðurinn „Vinna í samstarfi við háskólasamfélagið, rekstraraðila skóla og hagsmunaaðila að hagnýtingu menntarannsókna til að þróa og efla gæði kennsluhátta“ (4.2.1) er þýðingarmikill sem stoðaðgerð. Aðgerðaliðurinn „Þróa og innleiða árangursríkar starfs- og kennsluaðferðir sem stuðla að inngildandi skólastarfi með virkri ráðgjöf og þjónustu á landsvísu“ (4.2.6) er einnig brýnt verkefni. Við óttumst nokkuð að aðgerðirnar til að styðja kennsluna og kennarana kikni undan fargi rúmlega 100 annarra aðgerðaliða. Því er ástæða til að óttast að námsárangur, hvorki sá sem er mældur á PISA, né annar árangur muni verða betri fyrir tilstuðlan þessarar áætlunar. Hvað fólst í PISA og QUINT? Í PISA er áhersla á læsi, stærðfræði og náttúruvísindi. Í PISA 2022 mældist hæfni íslenskra grunnskólabarna lakari en meðaltal OECD í stærðfræði, læsi og náttúrufræði (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2025a, bls. 10). Árangur íslenskra 15 ára nemenda hefur mælst lakari með árunum, eins og þekkt er. QUINT-rannsóknin fólst meðal annars í því að greina myndupptökur úr kennslustofum í tíu 8. bekkjardeildum árið 2019 í jafnmörgum skólum út frá sérstökum matsramma um gæði kennslu sem nefnist PLATO. Þessu er nánar lýst í bókinni Gæði kennslu – námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2025). Meðal annars leiddi QUINT-rannsóknin í ljós að hátt hlutfall myndskeiða reyndist vera á lægri enda kvarðans um gæðaviðmið hvað varðar kennslufræðilega þætti, það er faglegar kröfur, stigskiptan stuðning og framsetningu og notkun námsefnis. Rannsakendurnir álykta að skýr tækifæri felist í því að auka vitsmunalega áskorun til nemenda, þvert á námsgreinarnar þrjár sem voru skoðaðar (Jóhann Örn Sigurjónsson o.fl., 2025). Lokaorð Við höfum ekki trú á öðru en unnið verði af heilindum að sérhverri aðgerð í áætluninni því að aðrir liðir eru ekki óþarfir – nema þau 20% aðgerðaliða sem eru sjálfsagðir hlutir í skólastarfi, án þess að lýsa inntaki þeirra sem sérstökum aðgerðum. Við áréttum að stuðningur við kennara verði settur í forgang og aðrar aðgerðir ekki látnar þvælast fyrir þeirri vinnu. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hermína Gunnþórsdóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. (Þessi grein er byggð að hluta á lengri grein sem birtist í tímaritinu Skólaþráðum.) Heimildir sem vísað er til Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar). (2025). Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur. Háskólaútgáfan. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Jóhann Örn Sigurjónsson, Berglind Gísladóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir. (2025). Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 33–59). Háskólaútgáfan. Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025a). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ný aðgerðaáætlun í menntamálum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er metnaðarfullt skjal og vel upp sett. Fyrir árslok 2027 á að hrinda í framkvæmd samtals 21 aðgerð í 111 liðum eða einum slíkum aðgerðalið á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Skjalið er skrifað í samræmi við þingsályktun frá 2021. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi, og Gæði í forgrunni. Í þingsályktuninni eru fimm stoðir: Jöfn tækifæri fyrir alla; Kennsla í fremstu röð; Hæfni fyrir framtíðina; Vellíðan í öndvegi; Gæði í forgrunni. Undir hverri stoð eru fjórar aðgerðir sem síðan er skipt í í tvo til ellefu liði. Þrátt fyrir snotra uppsetningu og góðan frágang olli aðgerðaáætlunin vonbrigðum vegna þess að öllu því sem á að gera er annaðhvort ekkert forgangsraðað eða sú röðun er ósýnileg. Byggt á ólíkum sjónarmiðum Okkur sýnist að áætlunin sé mótuð af tvenns konar áherslum sem takast á: Annars vegar að styrkja PISA-greinarnar, það er læsi, stærðfræði og náttúruvísindi, og hins vegar að stuðla að vellíðan barna, inngildingu og jöfnuði. PISA-áherslan tengist mælingum, gæðum, fagmennsku og framtíðarhæfni með áherslu á mælanlegar stærðir. Vellíðunaráherslan hverfist um jöfnuð, rödd barna og inngildingu. Þetta tvennt hvorki þarf né má vera ósamrýmanlegt. Hvað væri réttast að gera? Samhliða rýni okkar á áætlunina höfum við velt vöngum yfir því hvað væri réttast að gera. Með hliðsjón af bæði niðurstöðum PISA og niðurstöðum rannsókninnar QUINT (Quality in Nordic Teaching) sem sagt er frá í bókinni Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2024), væri best að setja stuðning við kennara í algeran forgang. Ein aðgerð, „4.2 Öflugir kennarar í skólum landsins“, bregður þó ljósi á hvað ráðuneytið telur þurfa að gera til að auka gæði kennslu. Enginn liðanna sex í aðgerðinni tekur mjög nákvæmlega á málinu en þrír eru þýðingarmestir: Aðgerðaliðurinn „Efla starfsþróun kennara á lykilsviðum náms og kennslu“ (4.2.3) er mikilvægur en vekur spurninguna um hver þessi lykilsvið séu. Aðgerðaliðurinn „Vinna í samstarfi við háskólasamfélagið, rekstraraðila skóla og hagsmunaaðila að hagnýtingu menntarannsókna til að þróa og efla gæði kennsluhátta“ (4.2.1) er þýðingarmikill sem stoðaðgerð. Aðgerðaliðurinn „Þróa og innleiða árangursríkar starfs- og kennsluaðferðir sem stuðla að inngildandi skólastarfi með virkri ráðgjöf og þjónustu á landsvísu“ (4.2.6) er einnig brýnt verkefni. Við óttumst nokkuð að aðgerðirnar til að styðja kennsluna og kennarana kikni undan fargi rúmlega 100 annarra aðgerðaliða. Því er ástæða til að óttast að námsárangur, hvorki sá sem er mældur á PISA, né annar árangur muni verða betri fyrir tilstuðlan þessarar áætlunar. Hvað fólst í PISA og QUINT? Í PISA er áhersla á læsi, stærðfræði og náttúruvísindi. Í PISA 2022 mældist hæfni íslenskra grunnskólabarna lakari en meðaltal OECD í stærðfræði, læsi og náttúrufræði (Mennta- og barnamálaráðuneytið, 2025a, bls. 10). Árangur íslenskra 15 ára nemenda hefur mælst lakari með árunum, eins og þekkt er. QUINT-rannsóknin fólst meðal annars í því að greina myndupptökur úr kennslustofum í tíu 8. bekkjardeildum árið 2019 í jafnmörgum skólum út frá sérstökum matsramma um gæði kennslu sem nefnist PLATO. Þessu er nánar lýst í bókinni Gæði kennslu – námstækifæri fyrir alla nemendur (Anna Kristín Sigurðardóttir o.fl., 2025). Meðal annars leiddi QUINT-rannsóknin í ljós að hátt hlutfall myndskeiða reyndist vera á lægri enda kvarðans um gæðaviðmið hvað varðar kennslufræðilega þætti, það er faglegar kröfur, stigskiptan stuðning og framsetningu og notkun námsefnis. Rannsakendurnir álykta að skýr tækifæri felist í því að auka vitsmunalega áskorun til nemenda, þvert á námsgreinarnar þrjár sem voru skoðaðar (Jóhann Örn Sigurjónsson o.fl., 2025). Lokaorð Við höfum ekki trú á öðru en unnið verði af heilindum að sérhverri aðgerð í áætluninni því að aðrir liðir eru ekki óþarfir – nema þau 20% aðgerðaliða sem eru sjálfsagðir hlutir í skólastarfi, án þess að lýsa inntaki þeirra sem sérstökum aðgerðum. Við áréttum að stuðningur við kennara verði settur í forgang og aðrar aðgerðir ekki látnar þvælast fyrir þeirri vinnu. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Hermína Gunnþórsdóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. (Þessi grein er byggð að hluta á lengri grein sem birtist í tímaritinu Skólaþráðum.) Heimildir sem vísað er til Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar). (2025). Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur. Háskólaútgáfan. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Jóhann Örn Sigurjónsson, Berglind Gísladóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir. (2025). Í Anna Kristín Sigurðardóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Rúnar Sigþórsson (ritstjórar), Gæði kennslu. Námstækifæri fyrir alla nemendur (bls. 33–59). Háskólaútgáfan. Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025a). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun