Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. september 2025 20:02 Ástrós og Adam ásamt nígerísku brúðhjónunum, Temi Otedola og Oluwatosin Oluwole Ajibade, eða Mr Eazi. Instagram Ástrós Traustadóttir, dansari og raunveruleikastjarna, og kærasti hennar, Adam Helgason, matgæðingur, voru viðstödd brúðkaup nígerísku hjónanna Temi Otedola og Oluwatosin Oluwole Ajibade hér á landi í byrjun ágúst. Ástrós birti mynd af sér ásamt nígerísku hjónunum á Instagram í gær en Otedola og Oluwole Ajibade hafa verið gift í tæplega tvö ár og hafa haldið þrjár brúðkaupsveislur, nú síðast á Íslandi. Otedola er 29 ára leikkona og hefur leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. Hún er dóttir Femi Otedola, nígerísks olíubaróns, sem er í 2.566. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir auðkýfingsins eru metnar á 1,3 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Brúðguminn, Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi, er tónlistarmaður og hefur starfað með listamönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Eazi og Otedola kynntust á köldum degi í janúar 2017 á skemmtistaðnum Tate Club í London, þar sem þau voru bæði mætt til að hlusta á systur hennar, Florence, þeyta skífum. Árið 2022 greindu hjónin frá því í hlaðvarpsþætti þeirra, How Far?, að þau hefðu trúlofað sig í Dúbaí. Sjá: Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Nú, þremur árum síðar, eru þau gift og hafa haldið brúðkaupsveislur í þremur mismunandi löndum á árinu: Mónakó, Dúbaí og Íslandi. Dolfallin og orðlaus Ástrós og Adam kynntust Eazi og Otedola þegar þau voru í fríi hér á landi og fóru með þau út að borða. Þau voru gestir í tveimur af brúðkaupum hjónanna, í Dúbaí fyrr í sumar og á Íslandi í ágúst. Ástrós birti í gær fallega mynd af þeim hjónum ásamt hjónunum, þar sem þau klæddust öll nígerískum brúðkaupsklæðnaði í brúðkaupinu í Dúbaí. „Ég er enn dolfallin og orðlaus eftir að hafa fagnað þessum töfrandi degi og hreinu ást. Elska ykkur endalaust,“ skrifar Ástrós við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Í nígerískum brúðkaupum er hefð fyrir því að gestir klæðist samskonar fötum og brúðhjónin. Þessi föt kallast aso-ebi, sem þýðir bókstaflega „fjölskylduföt“. Með þeim skapa gestirnir samheldna og hátíðlega stemningu í brúðkaupinu. Heltekin af Íslandi Brúðkaupið vakti athygli erlendis, meðal annars í bandaríska tímaritinu Vogue en ætla má að brúðkaupið sé eitt það umfangsmesta sem hefur verið haldið hér á landi. Um hundruð gesta frá öllum heimshornum og tökuteymi Netflix voru viðstaddir herlegheitin. „Eazi og ég höfum alltaf farið okkar eigin leið,“ sagði Otedola í viðtalinu um brúðkaupssumarið mikla og að Ísland sé uppáhaldsstaðurinn þeirra í heiminum. Brúðkaupið sjálft fór fram í Hallgrímskirkju og veislan var haldin í stórkostlegu glerhýsi í Kleif í Kjós, sem var reist sérstaklega fyrir brúðkaupið. Umgjörðin var afar glæsileg þar sem íslensk náttúra var í aðalhlutverki. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Gestum var boðið upp á veitingar frá veitingastaðnum Oto, uppáhaldsstað hjónanna. „Við höfðum bara uppáhaldsréttina okkar – meðal annars Hokkaido-brauð, rauðrófugyoza, agnolotti og kremaða polentu – sem var borið fram jafn óðum,“ segir Otedola um matseðilinn. Brúðguminn kom sinni heittelskuðu á óvart með því að fá tónlistarmanninn John Legend til að spila í veislunni. Um kvöldið héldu gestirnir aftur inn í miðborg Reykjavíkur, á næturklúbbinn Sunset í kjallara Edition, þar sem þeir skemmtu sér langt fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) SS pylsur og dansandi norðurljós Daginn eftir héldu gestirnir í böðin í Hvammsvík, þar sem þeir slökuðu á í fallegu umhverfi á meðan plötusnúðurinn Michael Brun spilaði fram eftir kvöldi. Gestirnir fengu að smakka fjölbreytta rétti frá nokkrum af uppáhaldsveitingastöðum hjónanna, á meðan norðurljósin skörtuðu sínu fegursta. „Við fengum uppáhaldsmatarmarkaðsveitingahúsin okkar til að setja upp básana sína, allt frá burrata-pistachio pizzu til besta butter chicken í Evrópu. Og svo má ekki gleyma goðsagnakenndu pylsunum frá Bæjarins Beztu, sem hefur verið íslenskt must do frá árinu 1937,“ sagði Eazi í viðtalinu við Vogue. Viðtalið við brúðhjónin má lesa í heild sinni á vef Vogue. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Ajibade (@temiotedola) Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Tónlist Kjósarhreppur Tengdar fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. 8. ágúst 2025 17:57 Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. 8. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Ástrós birti mynd af sér ásamt nígerísku hjónunum á Instagram í gær en Otedola og Oluwole Ajibade hafa verið gift í tæplega tvö ár og hafa haldið þrjár brúðkaupsveislur, nú síðast á Íslandi. Otedola er 29 ára leikkona og hefur leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. Hún er dóttir Femi Otedola, nígerísks olíubaróns, sem er í 2.566. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir auðkýfingsins eru metnar á 1,3 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Brúðguminn, Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi, er tónlistarmaður og hefur starfað með listamönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Eazi og Otedola kynntust á köldum degi í janúar 2017 á skemmtistaðnum Tate Club í London, þar sem þau voru bæði mætt til að hlusta á systur hennar, Florence, þeyta skífum. Árið 2022 greindu hjónin frá því í hlaðvarpsþætti þeirra, How Far?, að þau hefðu trúlofað sig í Dúbaí. Sjá: Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Nú, þremur árum síðar, eru þau gift og hafa haldið brúðkaupsveislur í þremur mismunandi löndum á árinu: Mónakó, Dúbaí og Íslandi. Dolfallin og orðlaus Ástrós og Adam kynntust Eazi og Otedola þegar þau voru í fríi hér á landi og fóru með þau út að borða. Þau voru gestir í tveimur af brúðkaupum hjónanna, í Dúbaí fyrr í sumar og á Íslandi í ágúst. Ástrós birti í gær fallega mynd af þeim hjónum ásamt hjónunum, þar sem þau klæddust öll nígerískum brúðkaupsklæðnaði í brúðkaupinu í Dúbaí. „Ég er enn dolfallin og orðlaus eftir að hafa fagnað þessum töfrandi degi og hreinu ást. Elska ykkur endalaust,“ skrifar Ástrós við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Í nígerískum brúðkaupum er hefð fyrir því að gestir klæðist samskonar fötum og brúðhjónin. Þessi föt kallast aso-ebi, sem þýðir bókstaflega „fjölskylduföt“. Með þeim skapa gestirnir samheldna og hátíðlega stemningu í brúðkaupinu. Heltekin af Íslandi Brúðkaupið vakti athygli erlendis, meðal annars í bandaríska tímaritinu Vogue en ætla má að brúðkaupið sé eitt það umfangsmesta sem hefur verið haldið hér á landi. Um hundruð gesta frá öllum heimshornum og tökuteymi Netflix voru viðstaddir herlegheitin. „Eazi og ég höfum alltaf farið okkar eigin leið,“ sagði Otedola í viðtalinu um brúðkaupssumarið mikla og að Ísland sé uppáhaldsstaðurinn þeirra í heiminum. Brúðkaupið sjálft fór fram í Hallgrímskirkju og veislan var haldin í stórkostlegu glerhýsi í Kleif í Kjós, sem var reist sérstaklega fyrir brúðkaupið. Umgjörðin var afar glæsileg þar sem íslensk náttúra var í aðalhlutverki. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Gestum var boðið upp á veitingar frá veitingastaðnum Oto, uppáhaldsstað hjónanna. „Við höfðum bara uppáhaldsréttina okkar – meðal annars Hokkaido-brauð, rauðrófugyoza, agnolotti og kremaða polentu – sem var borið fram jafn óðum,“ segir Otedola um matseðilinn. Brúðguminn kom sinni heittelskuðu á óvart með því að fá tónlistarmanninn John Legend til að spila í veislunni. Um kvöldið héldu gestirnir aftur inn í miðborg Reykjavíkur, á næturklúbbinn Sunset í kjallara Edition, þar sem þeir skemmtu sér langt fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) SS pylsur og dansandi norðurljós Daginn eftir héldu gestirnir í böðin í Hvammsvík, þar sem þeir slökuðu á í fallegu umhverfi á meðan plötusnúðurinn Michael Brun spilaði fram eftir kvöldi. Gestirnir fengu að smakka fjölbreytta rétti frá nokkrum af uppáhaldsveitingastöðum hjónanna, á meðan norðurljósin skörtuðu sínu fegursta. „Við fengum uppáhaldsmatarmarkaðsveitingahúsin okkar til að setja upp básana sína, allt frá burrata-pistachio pizzu til besta butter chicken í Evrópu. Og svo má ekki gleyma goðsagnakenndu pylsunum frá Bæjarins Beztu, sem hefur verið íslenskt must do frá árinu 1937,“ sagði Eazi í viðtalinu við Vogue. Viðtalið við brúðhjónin má lesa í heild sinni á vef Vogue. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Ajibade (@temiotedola)
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Tónlist Kjósarhreppur Tengdar fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. 8. ágúst 2025 17:57 Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. 8. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. 8. ágúst 2025 17:57
Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. 8. ágúst 2025 15:00