Viðskipti innlent

Bein út­sending: Borgar sig að van­meta menntun?

Atli Ísleifsson skrifar
Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM.
Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. Vísir/Vilhelm

„Borgar sig að van­meta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. 

Um málþingið segir að þekkingin sem tryggi framtíð Íslands sé í hættu – Ísland sé að dragast aftur úr viðmiðunarlöndum.

„Skýrslan sýnir að arðsemi háskólamenntunar á Íslandi hefur aldrei verið minni og er nú með því lægsta sem gerist í OECD-ríkjunum. Hlutfall ungs fólks með háskólamenntun er undir meðaltali OECD og undir markmiðum Evrópusambandsins. Þróunin hér á landi er þannig í andstöðu við það sem sést í samanburðarlöndum.

Á málþinginu verður fjallað um hvað þessi þróun þýðir fyrir íslenskt samfélag og hvaða leiðir standa til boða til að tryggja sterkt þekkingarsamfélag til framtíðar,“ segir í tilkynningu.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

📍 Dagskrá málþingsins:

Setning málþings

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM

Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ

Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur og einn af höfundum skýrslunnar

Virði háskólamenntunar – sjónarhorn BHM

Sigrún Brynjarsdóttir, hagfræðingur BHM

Háskólasamfélagið og virði menntunar

Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Menntun og atvinnulíf

María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar

Fundarstjórn

Katrín Jakobsdóttir, fv. ráðherra

Pallborðsumræður, þátttakendur:

• Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

• Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka atvinnulífsins

• Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech og stjórnarmaður í HR

• Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM






Fleiri fréttir

Sjá meira


×