Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 14:56 Toiviainen líkir finnska þjóðsöngnum við þýskt barlag. AP/Geert Vanden Wijngaert Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. „Samkvæmt algóritmanumokkar er hamingjustig Maame það hæsta miðað við önnur Norðurlönd,“ segir Pteri Toiviainen, finnskur prófessor sem framkvæmdi rannsóknina, í samtali við finnska miðilinn Yle. Meðal tilfinninga sem teknar voru fyrir voru gleði, sorg, orka, spenna, reiði og blíða. Vert er að taka fram að texti þjóðsöngvanna var ekki tekinn fyrir heldur einungis lagið sjálft. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom skýrt fram að tilfinningar sem vakna geta farið eftir landfræðilegri staðsetningu landsins. Til að mynda er meiri orka í lögum landa sem eru nær miðbaug og því norðar sem þú ferð því melankólískari verða lögin. Þjóðlög í heimsálfum Ameríku má finna meiri spennu og neikvæðari heldur en lög annarra heimsálfa. Eins og áður kom fram er hamingjustig Finna hæst af Norðurlöndunum en ef horft er til allra þjóðsöngvanna er hamingjustig þjóðsöngs Kína og Vestur-Sahara hvað hæst. Sorglegustu þjóðsöngvararnir eru þá frá Japan og Ísrael. Menning innan landanna hefur þá einnig áhrif á þjóðsöngvana sjálfa. Í löndum þar sem jafnrétti ríkir og þar sem einstaklingshyggja ríkir eru lögin oftar næmari og blíðari. „Í stigveldisríkjum eru þjóðsöngvar oft orkumeiri og þar má jafnvel finna ótta,“ segir Toiviainen. Lofsöngurinn talinn blíður Toiviainen segir að jafnvel þótt það sé rangt svar á sviði stjórnmála sé besti þjóðsöngurinn þjóðsöngur Rússa. „Lagið þeirra er alveg frábært hvað varðar tónsmíð,“ segir hann. Í gögnum rannsóknarinnar má sjá að Lofsöngurinn var einnig tekinn fyrir þrátt fyrir að ekkert hafi verið minnst á tónsmíð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í rannsókninni sjálfri. Miðað við meðaltal er íslenski þjóðsöngurinn helst talinn blíður og, þótt ótrúlegt sé, er hamingjustig hans örlítið hærra en meðaltal. Hann vekur hins vegar ekki upp ótta, fær einungis rúm tvö stig af sjö í þeim flokki, né reiði þar sem söngurinn fær 2,45 stig af sjö mögulegum og er því undir meðaltali. Áhugasamir geta hlustað á finnska þjóðsönginn hér fyrir neðan. Tónlist Vísindi Finnland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Samkvæmt algóritmanumokkar er hamingjustig Maame það hæsta miðað við önnur Norðurlönd,“ segir Pteri Toiviainen, finnskur prófessor sem framkvæmdi rannsóknina, í samtali við finnska miðilinn Yle. Meðal tilfinninga sem teknar voru fyrir voru gleði, sorg, orka, spenna, reiði og blíða. Vert er að taka fram að texti þjóðsöngvanna var ekki tekinn fyrir heldur einungis lagið sjálft. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom skýrt fram að tilfinningar sem vakna geta farið eftir landfræðilegri staðsetningu landsins. Til að mynda er meiri orka í lögum landa sem eru nær miðbaug og því norðar sem þú ferð því melankólískari verða lögin. Þjóðlög í heimsálfum Ameríku má finna meiri spennu og neikvæðari heldur en lög annarra heimsálfa. Eins og áður kom fram er hamingjustig Finna hæst af Norðurlöndunum en ef horft er til allra þjóðsöngvanna er hamingjustig þjóðsöngs Kína og Vestur-Sahara hvað hæst. Sorglegustu þjóðsöngvararnir eru þá frá Japan og Ísrael. Menning innan landanna hefur þá einnig áhrif á þjóðsöngvana sjálfa. Í löndum þar sem jafnrétti ríkir og þar sem einstaklingshyggja ríkir eru lögin oftar næmari og blíðari. „Í stigveldisríkjum eru þjóðsöngvar oft orkumeiri og þar má jafnvel finna ótta,“ segir Toiviainen. Lofsöngurinn talinn blíður Toiviainen segir að jafnvel þótt það sé rangt svar á sviði stjórnmála sé besti þjóðsöngurinn þjóðsöngur Rússa. „Lagið þeirra er alveg frábært hvað varðar tónsmíð,“ segir hann. Í gögnum rannsóknarinnar má sjá að Lofsöngurinn var einnig tekinn fyrir þrátt fyrir að ekkert hafi verið minnst á tónsmíð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í rannsókninni sjálfri. Miðað við meðaltal er íslenski þjóðsöngurinn helst talinn blíður og, þótt ótrúlegt sé, er hamingjustig hans örlítið hærra en meðaltal. Hann vekur hins vegar ekki upp ótta, fær einungis rúm tvö stig af sjö í þeim flokki, né reiði þar sem söngurinn fær 2,45 stig af sjö mögulegum og er því undir meðaltali. Áhugasamir geta hlustað á finnska þjóðsönginn hér fyrir neðan.
Tónlist Vísindi Finnland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira