Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 14:56 Toiviainen líkir finnska þjóðsöngnum við þýskt barlag. AP/Geert Vanden Wijngaert Í nýrri rannsókn voru þjóðsöngvar 176 landa greindir út frá því hvaða tilfinningar tónlistarleg einkenni laganna geta vakið. Af þjóðsöngvum Norðurlandanna reyndist sá finnski vera gleðilegastur. „Samkvæmt algóritmanumokkar er hamingjustig Maame það hæsta miðað við önnur Norðurlönd,“ segir Pteri Toiviainen, finnskur prófessor sem framkvæmdi rannsóknina, í samtali við finnska miðilinn Yle. Meðal tilfinninga sem teknar voru fyrir voru gleði, sorg, orka, spenna, reiði og blíða. Vert er að taka fram að texti þjóðsöngvanna var ekki tekinn fyrir heldur einungis lagið sjálft. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom skýrt fram að tilfinningar sem vakna geta farið eftir landfræðilegri staðsetningu landsins. Til að mynda er meiri orka í lögum landa sem eru nær miðbaug og því norðar sem þú ferð því melankólískari verða lögin. Þjóðlög í heimsálfum Ameríku má finna meiri spennu og neikvæðari heldur en lög annarra heimsálfa. Eins og áður kom fram er hamingjustig Finna hæst af Norðurlöndunum en ef horft er til allra þjóðsöngvanna er hamingjustig þjóðsöngs Kína og Vestur-Sahara hvað hæst. Sorglegustu þjóðsöngvararnir eru þá frá Japan og Ísrael. Menning innan landanna hefur þá einnig áhrif á þjóðsöngvana sjálfa. Í löndum þar sem jafnrétti ríkir og þar sem einstaklingshyggja ríkir eru lögin oftar næmari og blíðari. „Í stigveldisríkjum eru þjóðsöngvar oft orkumeiri og þar má jafnvel finna ótta,“ segir Toiviainen. Lofsöngurinn talinn blíður Toiviainen segir að jafnvel þótt það sé rangt svar á sviði stjórnmála sé besti þjóðsöngurinn þjóðsöngur Rússa. „Lagið þeirra er alveg frábært hvað varðar tónsmíð,“ segir hann. Í gögnum rannsóknarinnar má sjá að Lofsöngurinn var einnig tekinn fyrir þrátt fyrir að ekkert hafi verið minnst á tónsmíð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í rannsókninni sjálfri. Miðað við meðaltal er íslenski þjóðsöngurinn helst talinn blíður og, þótt ótrúlegt sé, er hamingjustig hans örlítið hærra en meðaltal. Hann vekur hins vegar ekki upp ótta, fær einungis rúm tvö stig af sjö í þeim flokki, né reiði þar sem söngurinn fær 2,45 stig af sjö mögulegum og er því undir meðaltali. Áhugasamir geta hlustað á finnska þjóðsönginn hér fyrir neðan. Tónlist Vísindi Finnland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Samkvæmt algóritmanumokkar er hamingjustig Maame það hæsta miðað við önnur Norðurlönd,“ segir Pteri Toiviainen, finnskur prófessor sem framkvæmdi rannsóknina, í samtali við finnska miðilinn Yle. Meðal tilfinninga sem teknar voru fyrir voru gleði, sorg, orka, spenna, reiði og blíða. Vert er að taka fram að texti þjóðsöngvanna var ekki tekinn fyrir heldur einungis lagið sjálft. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom skýrt fram að tilfinningar sem vakna geta farið eftir landfræðilegri staðsetningu landsins. Til að mynda er meiri orka í lögum landa sem eru nær miðbaug og því norðar sem þú ferð því melankólískari verða lögin. Þjóðlög í heimsálfum Ameríku má finna meiri spennu og neikvæðari heldur en lög annarra heimsálfa. Eins og áður kom fram er hamingjustig Finna hæst af Norðurlöndunum en ef horft er til allra þjóðsöngvanna er hamingjustig þjóðsöngs Kína og Vestur-Sahara hvað hæst. Sorglegustu þjóðsöngvararnir eru þá frá Japan og Ísrael. Menning innan landanna hefur þá einnig áhrif á þjóðsöngvana sjálfa. Í löndum þar sem jafnrétti ríkir og þar sem einstaklingshyggja ríkir eru lögin oftar næmari og blíðari. „Í stigveldisríkjum eru þjóðsöngvar oft orkumeiri og þar má jafnvel finna ótta,“ segir Toiviainen. Lofsöngurinn talinn blíður Toiviainen segir að jafnvel þótt það sé rangt svar á sviði stjórnmála sé besti þjóðsöngurinn þjóðsöngur Rússa. „Lagið þeirra er alveg frábært hvað varðar tónsmíð,“ segir hann. Í gögnum rannsóknarinnar má sjá að Lofsöngurinn var einnig tekinn fyrir þrátt fyrir að ekkert hafi verið minnst á tónsmíð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í rannsókninni sjálfri. Miðað við meðaltal er íslenski þjóðsöngurinn helst talinn blíður og, þótt ótrúlegt sé, er hamingjustig hans örlítið hærra en meðaltal. Hann vekur hins vegar ekki upp ótta, fær einungis rúm tvö stig af sjö í þeim flokki, né reiði þar sem söngurinn fær 2,45 stig af sjö mögulegum og er því undir meðaltali. Áhugasamir geta hlustað á finnska þjóðsönginn hér fyrir neðan.
Tónlist Vísindi Finnland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira