„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 20:19 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar á fundinum í dag. vísir/viktor freyr Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira