„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 20:19 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar á fundinum í dag. vísir/viktor freyr Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Margmenni kom saman hér í Reykjavík í dag og sex öðrum bæjarfélögum á fjöldafundum undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði til að krefjast aðgerða frá stjórnvöldum vegna ástandsins á Gaza. Fundir fóru jafnframt fram á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis en 185 félög stóðu fyrir mótmælunum. Tæp tvö ár eru síðan Hamas gerði árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaður Ísraelshers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir og hungursneyð og mannúðarkrísa hefur ríkt á svæðinu. Ísraelski herinn hefur bætt verulega í árásir undanfarið og ætlar sér að hertaka Gaza-borg. Íbúum var í dag gert að yfirgefa borgina. Í spilaranum hér að ofan má sjá svipmyndir frá mótmælunum við Austurvöll í dag en Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda, segir ákall Íslendinga eftir aðgerðum aldrei hafa verið skýrar. „Ég get ekki neitað því hvað við erum mörg komin saman hér á Austurvelli og auðvitað víðar um land. ÉG veit að það eru fleiri þar um land allt.“ Ertu vongóð um að stjórnvöld muni hlusta á ykkur eftir þessi mótmæli? „Ég held að þau eigi ekki margra kosta völ núna. Við viljum aðgerðir strax, við viljum ekki fleiri innantóm orð.“ Ragnheiður Maísól Sturludóttir, einn skipuleggjenda mótmæla.vísir/viktor freyr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, tók til máls á fundinum og krafðist þess að stjórnvöld slíti sambandi við Ísrael. Finnst þér vinnubrögð utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar gagnrýnisverð hingað til? „Nei við skulum bara horfa til framtíðar. Ríkisstjórnin er að hittast núna og ræða aðgerðir vegna þjóðarmorðs á Gaza og ég vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta. Ég myndi til dæmis vilja sjá það að við drögum okkur úr fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael. Við eigum að stöðva viðskipti við Ísrael sem hafa því miður frekar verið að aukast heldur en hitt.“ Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull, sem hefur búið hér á landi frá sextán ára aldri sagði að um tilfinningaþrunginn dag væri að ræða. Fida Abu Libdeh, palestínskur tæknifræðingur og frumkvöðull.vísir/viktor freyr „Þegar ég var að skrifa ræðuna mína þá var ég að taka út það sem ég treysti mér ekki til að segja því þetta er mjög erfitt og það er rosa erfitt að horfa á þetta. Ég tek þetta mjög nærri mér. Allir sem eru komnir hér í dag samþykkja ekki þetta þjóðarmorð. Það skiptir öllu máli fyrir fólk í Palestínu að vita hver stendur með þeim og vita af okkur í dag. Það gefur þeim styrk til að halda áfram.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira