Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 5. september 2025 21:02 Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í desember sl. fór lögmaður hreppsins fram á það við Þjóðskrá Íslands að fella niður lögheimili einstaklinga sem búa í frístundahúsum, þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum. Ástæðan? Fasteignirnar eru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Við þessir íbúar sem skráð erum ótilgreind teljum yfir 20% af íbúafjölda hreppsins.Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi. Þjóðskrá hafnar beiðninni – réttilega Þjóðskrá Íslands hafnaði kröfunni. Í svari stofnunarinnar segir skýrt að skráning sem „ótilgreint lögheimili“ sé lögleg og nauðsynleg leið þegar fólk býr í húsnæði sem ekki má formlega skrá sem íbúðarhúsnæði – eins og frístundahús.Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks.En af hverju er sveitastjórn Grímsness- og Grafningshrepps að reyna þetta yfirhöfuð?Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir.Við hjá Búsetufrelsi - samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum GOGG krefjumst betri stjórnarháttaÞað er ekkert glæpsamlegt við að búa í frístundahúsi! Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.Þetta snýst ekki bara um lögheimili. Þetta snýst um siðferði.Þjóðskrá stóð vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Nú þarf sveitarfélagið að gera slíkt hið sama – ekki með útilokun og brottskráningu, heldur með virðingu, ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun. Við erum tilbúin að koma að þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum.Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!Höfundar skipa stjórn Búsetufrelsis og eiga heimili í Grímsnes- og Grafningshreppi og búa þar með ótilgreint heimilisfang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í desember sl. fór lögmaður hreppsins fram á það við Þjóðskrá Íslands að fella niður lögheimili einstaklinga sem búa í frístundahúsum, þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum. Ástæðan? Fasteignirnar eru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Við þessir íbúar sem skráð erum ótilgreind teljum yfir 20% af íbúafjölda hreppsins.Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi. Þjóðskrá hafnar beiðninni – réttilega Þjóðskrá Íslands hafnaði kröfunni. Í svari stofnunarinnar segir skýrt að skráning sem „ótilgreint lögheimili“ sé lögleg og nauðsynleg leið þegar fólk býr í húsnæði sem ekki má formlega skrá sem íbúðarhúsnæði – eins og frístundahús.Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks.En af hverju er sveitastjórn Grímsness- og Grafningshrepps að reyna þetta yfirhöfuð?Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir.Við hjá Búsetufrelsi - samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum GOGG krefjumst betri stjórnarháttaÞað er ekkert glæpsamlegt við að búa í frístundahúsi! Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.Þetta snýst ekki bara um lögheimili. Þetta snýst um siðferði.Þjóðskrá stóð vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Nú þarf sveitarfélagið að gera slíkt hið sama – ekki með útilokun og brottskráningu, heldur með virðingu, ábyrgð og lausnamiðaðri nálgun. Við erum tilbúin að koma að þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum.Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!Höfundar skipa stjórn Búsetufrelsis og eiga heimili í Grímsnes- og Grafningshreppi og búa þar með ótilgreint heimilisfang.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun