Tor­sóttur sigur enskra gegn Andorra

Siggeir Ævarsson skrifar
Reece James var besti maður vallarsins í dag að margra mati
Reece James var besti maður vallarsins í dag að margra mati Vísir/Getty

Enska karlalandsliðið í fótbolta fékk smáþjóðina Andorra í heimsókn í dag í undankeppni HM 2026. Fyrirfram hefðu Englendingar átt að valta yfir gestina en það gekk illa að koma boltanum í netið.

Englendingar voru með boltann og í sókn nánast allan leikinn. Tölfræðin úr leiknum segir sína sögu þar. Englendingar 83 prósent með boltann, Andorra átti aðeins tvær marktilraunir og enga á rammann, Englendingar áttu 790 sendingar, Andorra 163.

Þrátt fyrir þessa tölfræðilegu yfirburði tókst Englendingum aðeins að skora tvö mörk, það fyrra sjálfsmark en það seinna skoraði Declan Rice eftir stoðsendingu frá Reece James.

2-0 sigur þó staðreynd og Englendingar halda áfram veginn undir stjórn Thomas Tuchel.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira