Enski boltinn

Gyökeres vitni í réttar­höldum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gyökeres hefur skorað tvö mörk fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Viktor Gyökeres hefur skorað tvö mörk fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. epa/ANDY RAIN

Framherji Arsenal og sænska landsliðsins í fótbolta, Viktor Gyökeres, mun bera vitni í réttarhöldum á næsta ári.

Umboðsmaður Gyökeres, Hasan Cetinkaya, kærði Fotboll Sthlm og Expressen fyrir meiðyrði. Í fyrra bendluðu Fotboll Sthlm og Expressen Cetinkaya og umboðsskrifstofu hans, HCM Sports Management, við glæpasamtök.

Cetinkaya tilkynnti fjölmiðlana til siðanefndar sem sýknaði þá. Hann ákvað því að fara dómsstólaleiðina.

Gyökeres er ekki grunaður um neitt misjafnt í málinu. Hann á einungis að staðfesta að hann sé vinur 25 ára einstaklings og að sá tengist umboðsmanni hans ekki.

Cetinkaya hafnar því að þessi hálfþrítugi maður tengist honum eða umboðsskrifstofunni, þrátt fyrir að myndir hafi af þeim Gyökeres hafi birst á samfélagsmiðlum.

Réttarhöldin fara fram 4.-11. febrúar á næsta ári. Á þeim tíma eru tveir leikir á dagskrá hjá Arsenal.

Enska félagið keypti Gyökeres frá Sporting í sumar. Hann hefur leikið alla þrjá leiki Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×