Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 21:02 Birna G. Ásbjörnsdóttir er doktor í heilbrigðisvísindum. Vísir/Sigurjón Orkudrykkjanotkun hefur tvöfaldast á fjórum árum. Doktor í heilbrigðisvísindum segir margt í drykkjunum sem ber að varast og að þeir séu sérlega hættulegir börnum. Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna. Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Árið 2020 sögðust rúm sex prósent landsmanna drekka orkudrykk í það minnsta einu sinni á dag. Fjöldinn hefur aukist hægt og bítandi og í fyrra sögðust rúm tólf prósent gera það. Tvöföldun á fjórum árum. Neyslan er mest hjá konum á aldrinum átján til 34 ára en 29 prósent segjast drekka orkudrykki að minnsta kosti einu sinni á dag. Tölurnar eru svipaðar milli kynja en í hinum tveimur aldurshópunum sem Embætti landlæknis skiptir niðurstöðunum upp í má einnig sjá mikla aukningu milli ára. Koffínneysla er ekki endilega slæm að sögn Birnu G. Ásbjörnsdóttur, doktors í heilbrigðisvísindum. Hins vegar verði að gæta hófs og börn yngri en átján ára ættu alls ekki að drekka orkudrykki. „Ef við horfum á koffínið, þá getur það haft ágætis áhrif í litlum skömmtum. Vekur mann pínulítið, skerpir mann og jafnvel haft áhrif á meltingu sem er alveg plús. En í flestum tilvikum er fólk að drekka of mikið koffín, sérstaklega í þessum drykkjum sem geta verið með hátt magn af koffínu. Of mikil neysla á koffíni er klárlega ekki góð fyrir líkamann eða taugakerfið. Það getur valdið svefntruflunum, streitu og eykur mögulega líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Birna. Margir orkudrykkja eru auglýstir sem sykurlausir eða með örfáum kaloríum. Í þeim er þó oft að finna gervisætu eða náttúruleg sætuefni sem eru ekki sérlega holl. „Öll þessi efni hafa á einhvern hátt áhrif á meltingarveg og þarmaflóru. Og við eigum eftir að rannsaka þetta heilmikið. Við vitum ekkert alveg hver áhrifin eru og á meðan við vitum að það er einhver möguleiki á óæskilegum afleiðingum, þá er mín skoðun að við ættum að fara mjög varlega,“ segir Birna.
Heilsa Orkudrykkir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira