Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 09:06 Írski handritshöfundurinn Graham Linehan í bol sem á stendur „Trans konur eru ekki konur“. Hann hefur sjálfur sagt að þessar skoðanir hans hafi heltekið líf hans, kostað hann verkefni og bundið enda á hjónaband hans. AP/Lucy North/PA Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda. Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda.
Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira