Viðskipti innlent

Tveir nýir fram­kvæmda­stjórar hjá Póstinum

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Þorgilsson og Eymar Pledel Jónsson.
Benedikt Þorgilsson og Eymar Pledel Jónsson. Pósturinn

Benedikt Þorgilsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Póstinum og Eymar Pledel Jónsson framkvæmdastjóri viðskiptavina. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Þar segir að Benedikt hafi þegar hafið störf. 

„Hann hefur starfað hjá Póstinum frá árinu 2018; fyrst sem hugbúnaðarsérfræðingur og síðar, frá árinu 2022, sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar. Benedikt er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BSc í tölvunarfræði og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af störfum innan hugbúnaðargeirans,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að Eymar Pledel Jónsson hafi einnig þegar hafið störf. 

„Hann er með víðtæka reynslu af sölu- og markaðsstörfum og var t.a.m. svæðisstjóri WOW Air á sölu- og markaðssviði í S-Evrópu. Utan vinnu starfrækir Eymar Vínskólann ehf. þar sem hann leiðir nemendur sína um hinn heillandi heim léttvína. Eymar þekkir starfsemi Póstsins vel. Hann hóf störf hjá Póstinum árið 2020 og sinnti starfi vörustjóra til ársins 2023 en þá tók hann við sem forstöðumaður vörustýringar. Í því starfi kom hann að innleiðingu ýmissa umbótaverkefna sem hefur verið hluti af því umbreytingarferli sem Pósturinn hefur verið í um nokkurt skeið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×