„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 14:03 Vilhjálmur og Szymon voru ánægðir með breytingarnar. Vísir/Lýður Valberg Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira