„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 14:03 Vilhjálmur og Szymon voru ánægðir með breytingarnar. Vísir/Lýður Valberg Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Þegar klukkan var langt gengin í tíu á mánudagsmorgun voru nemendur í Garðaskóla að mæta í skólann. Þeir voru hins vegar ekki að mæta of seint því í vetur fá þeir tækifæri til að sofa lengur alla mánudaga. Síðustu árin hefur kennsla í Garðaskóla hafist 8:10 á morgnanna en fyrir komandi skólaár var ákveðið að seinka skólabyrjun til 8:30 fjóra daga vikunnar. Á mánudögum mæta nemendur ekki fyrr en 9:45. „Verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með“ Skólastjórinn segir segir viðbrögð foreldra, starfsfólks og ekki síst nemenda hafa verið jákvæð. „Það sem ég hef heyrt þá hafa þeir tekið þessu mjög vel. Er það ekki draumur hvers vinnandi manns að mæta seinna á mánudögum? Ég myndi halda það,“ sagði Jóhann Skagfjörð skólastjóri Garðaskóla en hann var þá nýkominn af kennarafundi. Kennarar mæta fyrr á mánudögum heldur en nemendur og nýta tímann þar til nemendur mæta í fundahöld. Jóhann Skagfjörð er skólastjóri Garðaskóla.Vísir/Lýður Valberg Jóann segir þá umræðu hafa komið upp hvort þessi aukatími á morgnanna verði í raun til þess að svefn nemenda aukist eða hvort þau muni einfaldlega fara seinna að sofa kvöldið áður. „Auðvitað og það er þá verkefni sem heimilin þurfa að taka og fylgjast með. Síðan er talað um að þessi líkamsklukka unglinga sé aðeins öðruvísi en okkar hinna, sérstaklega sem erum komin á miðjan aldur. Þetta ætti þá að vera aðeins meira í takt við hana.“ Ánægðir með breytingarnar en ekki að vera búin í skóla seinna á daginn Nemendurnir eru ekki í vafa um að aukinn svefn verði til hagsbóta. „Mér finnst þetta mjög þægilegt, þetta er eitthvað nýtt sem ekki hefur verið áður. Þetta er mjög „næs“ að vakna svona seint,“ sagði Szymon Mikolaj Borowski nemandi í skólanum. „Mér líður eins og annarri manneskju, ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur,“ bætti Vilhjálmur Vilhjálmsson við. Þessar stúlkur sögðu það galla við nýtt fyrirkomulag að vera búnar seinna á daginn í skólanum.Vísir/Lýður Valberg Einhverjir nefndu þó að það væri neikvætt að skóla lyki síðar á daginn í staðinn og þá ætla einhverjir að nýta tímann fyrir æfingar. „Við vorum að klára æfingu hérna áðan, það eru æfingar átta eða hálf níu fyrst skólinn byrjar svona snemma,“ sagði Úlfur Brynjar Kristjánsson. Alla fréttina úr Garðaskóla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Skóla- og menntamál Garðabær Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira