Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar 2. september 2025 10:02 Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hafnarmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun