Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar 1. september 2025 11:03 Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Austurlands Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu. Við eigum enda báðir í okkar störfum allt okkar undir því trausti sem okkur er sýnt, þú frá kjósendum, ég frá sjúklingum. Án trausts þessa fólks verður okkar vinna til fánýtis. Án trausts verður það markmið sem við viljum ná mun torsóttara og dýrara en ella vegna þess að alls konar tryggingar og fyrirvarar munu varða leiðina. Vönduð stjórnsýsla byggir á rannsóknum, gögnum, stefnumótun og staðfestu. Byggir á ábyrgð; og trausti. Eftir fundinn er ég hugsi yfir samspili ábyrgðar og trausts í stjórnsýslu landsins. Ég er að sjálfsögðu að tala um það að þú lýstir því yfir ítrekað og endurtekið að embættið væri óbundið af fyrri áætlunum. Rétt eins og samgönguáætlun ríkisins væri rigguð upp í kosningabríaríi, þá væri ekki þitt hlutverk að uppfylla loforð Framsóknarflokksins. Það má vera að þetta hafi verið góðlátlegt skens, en er engu að síður alvarlegt ef forsendur gefnar af einu æðsta embætti þjóðarinnar, einum handhafa framkvæmdavalds lýðveldisins, séu eingöngu bundnar persónu þess sem embættinu gegnir hverju sinni. Félagsauður okkar sem lýðræðið byggir á, traustið til stofnana samfélagsins er ákaflega brothætt og fer alfarið eftir því hver ábyrgð þeirra er sem í stólunum sitja hverju sinni gagnvart því verkefni sem þeir tímabundið hafa fengið trúnað til að sinna. Hæstvirtur innviðaráðherra. Innviðir sem styðja hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónusta eru eitt æðsta markmið hvers samfélags - Salus populi lex suprema! Við sem höfum það verkefni að veita heilbrigðisþjónustu í dreifbýli fjarri höfuðborginni verðum áþreifanlega vör við að rekstrarhagkvæmni sem hægt er ná fram annarstaðar stendur okkur ekki til boða af því að samgöngur eru ótryggar. Það veldur því beinlínis sóun í heilbrigðisþjónustu þegar samgöngutruflanir sem hægt er að yfirstíga hamla veitingu grunnheilbrigðisþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem mikilvægust er, er góð heilsugæsla. Á henni hvílir allt annað og ekkert fækkar sjúkrahúsinnlögnum, bætir heilsutengd lífsgæði og eykur lifun eins og fastur heimilislæknir. Heilsugæslan á Egilsstöðum og Seyðisfirði eru reknar undir sama yfirlækni og augljós samlegð er á þjónustu þessara eininga við íbúa og gesti sveitarfélagsins Múlaþings - ef ekki væri fyrir Fjarðarheiði. Ágæti Eyjólfur. Ég heyrði þig spyrja um þjóðhagslegu rökin fyrir Fjarðarheiðargöngum. Því er auðsvarað. Þjóðhagslegu rökin fara alfarið eftir því hvaða forsendur menn gefa sér. Rétt eins og rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga fara alfarið eftir því hvaða forsendur eru lagðar sameiningunni til grundvallar og hve tryggar þær forsendur eru. Þú nefndir að áfram væri unnið innan þíns ráðuneytis að sameiningum sveitarfélaga og tilvist Múlaþings sem fjölkjarna sveitarfélags væri þar fyrirmynd og fordæmi sem byggt skuli á. Fyrir okkur sem frá upphafi höfum haft mikla trú á verkefninu Múlaþing, og frekari sameiningum hér austanlands er gaman að heyra þetta. En tilurð verkefnisins Múlaþing hvíldi á forsendum um samgöngubætur milli kjarna sveitarfélagsins. Loforðum sem komu frá handhöfum framkvæmdavaldsins. Það er tómt mál að tala um fordæmi til framtíðar ef forsendur þess fordæmis eru efasemdum undirorpnar. Þá ríkir ekki traust. Þá verður allt til fánýtis. Þá er verr af stað farið en heima setið. Það trúi ég ekki að þú viljir að verði þín arfleifð í starfi. Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun