„Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 20:32 Þorvaldur Gissurarson er forstjóri og eigandi ÞG Verks. Vísir/Lýður Valberg Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30