Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 08:27 Palestínumenn flýja Gasaborg í massavís en óljóst er hvert fólkið getur farið. AP/Abdel Kareem Hana Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08
Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17
Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02