Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2025 13:32 Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins. „Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ sagði Kristrún í viðtalinu: „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir.“ Með öðrum orðum eru skilaboðin að þetta tvennt fari ekki saman. Kristrún talaði á sömu nótum fyrir þingkosningarnar í lok nóvember. Til að mynda sagði hún við kjósendur sem spurðu hana hvort Evrópusambandið yrði sett á dagskrá á þessu kjörtímabili að svo yrði ekki. Kjörtímabilið myndi einkum snúast um efnahagsmálin en síðan væri mögulega hægt að skoða sambandið á næsta kjörtímabili þar á eftir. Síðan var málið hins vegar sett á dagskrá eins og kunnugt er með fyrirhuguðu þjóðaratkvæði strax eftir kosningar þvert á það. Hins vegar talaði Þorgerður á hliðstæðum nótum og Kristrún fyrir þingkosningarnar. Fyrst yrði að koma efnahagsmálunum á betri stað og ná niður vöxtum og verðbólgu áður en hægt væri að fara að tala um inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda bæði í Spursmálum á mbl.is 20. nóvember og Forystusætinu í Ríkisútvarpinu viku áður. Raunar sagði hún beinlínis að forsenda þess væri enn fremur stöðugur gjaldmiðill sem átti víst ekki að vera mögulegt utan sambandsins! Vert er þó að hafa í huga að Viðreisn hefur ekki pólitíska hagsmuni af því að staða efnahagsmálanna batni með lægri vöxtum og minni verðbólgu. Þvert á móti. Það dregur aðeins úr áhuga á Evrópusambandinu. Ólíkt Viðreisn var Samfylkingin ekki stofnað um inngöngu í sambandið. Það varð ekki stefna flokksins fyrr en nokkrum árum eftir stofnun hans. Tilvist Viðreisnar byggist hins vegar beinlínis á málinu. Án þess er hreinlega spurning hver sé tilvistargrundvöllur flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar