Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 13:41 Donald Trump tilnefndi Susan Monarez sem forstöðumann CDC. Innan við mánuði eftir að skipan hennar var staðfest rak hann hana fyrir að standa uppi í hárinu á Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra. AP/J. Scott Applewhite Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent