Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 08:28 Slökkviliðsmenn bera særðan mann á börum úr rústum húss eftir harðar árásir Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Efrem Lukatsky Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Katarina Mathernova, sendifulltrúi Evrópusambandsins í Úkraínu, segir bygginguna sem hýsir skrifstofur sendinefndarinnar hafa skemmst verulega í höggbylgjunum frá stórfelldum árásum Rússa á borgina í nótt. Starfsfólk sendinefndarinnar sakaði ekki en Mathernova segir að að minnsta kosti tíu borgarbúar séu látnir og þrjátíu særðir eftir árásirnar. AP-fréttastofan segir tólf látna og 48 særða í árásum næturinnar. Á meðal þeirra látnu séu börn á aldrinum tveggja, fjórtán og sautján ára. Enn var unnið að því að leita að fólki í rústum húsa í morgun. Búist er við því að tala látinna hækki. Russia’s “peace” last night: a massive strike on Kyiv with drones and ballistic missiles.At least 10 killed, 30 injured, many buildings destroyed. The EU Delegation was severely damaged by the shock wave.This is Moscow’s true answer to peace efforts. pic.twitter.com/26pxCwAvxa— Katarina Mathernova 🇪🇺 (@kmathernova) August 28, 2025 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmdi árásirnar á borgaralega innviði í Kænugarði og krafðist þess að Rússar létu af þeim þegar í stað. Þær væru skýr vísbending um að Rússa ætluðu sér ekki að semja um frið. António Costa, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Rússa um að ráðast viljandi á sendiskrifstofurnar í Kænugarði. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og sagði árásina á erlenda erindreka klárt brot á Vínarsáttmálanum. Velja skotflaugar fram yfir frið Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði árásirnar sýna að Rússar veldur skotflaugar fram yfir samningaborðið. „Við reiknum með viðbrögðum frá öllum í heiminum sem hafa kallað eftir friði en þegja nú æ oftar í stað þess að taka grundvallarafstöðu,“ skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla. Ekkert hefur þokast frekar í friðarumleitunum en rússnesk stjórnvöld hafa dregið lappirnar og jafnvel hert kröfur sínar á undanförnum vikum. Eftir fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Alaska á dögunum boðaði Trump að hann ætlaði að reyna að fá Pútín og Selenskíj saman að borðinu. Ekkert bendir þó til að Pútín ætli sér að gera það.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15