Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar 28. ágúst 2025 06:02 Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Menntamál hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið til að mynda á þessu fyrsta þingi nýrrar ríkisstjórnar. Þau hafa verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum en ekki síst í fréttum, þar sem kennarar og alþingismenn koma fram og fjalla um þá stöðu sem hefur skapast í málaflokknum. Málflutningur ákveðinna þingmanna hefur verið mjög umhugsunarverður þar sem þeir setja út á nýja ríkisstjórn fyrir hafa ekki áhuga á þessum málaflokki. Samt hefur hún lagt fram og náð í gegn frumvarpi um grunnskóla sem hefur það að leiðarljósi að auka skilvirkni, gagnsæi og innleiða nýtt samræmt námsmat, sem er einmitt það sem þessir sömu gagnrýnu þingmenn hafa kallað eftir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón Einn af nýliðum Sjálfstæðisflokksins á þingi, Jón Pétur Zimsen hefur farið hörðum orðum um þau áform sem ríkisstjórnin er með. Fyrir þau sem ekki vita var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn síðustu 12 ár samfleytt og verið með ráðuneyti menntamála í 22 ár frá 1991. Einnig er vert að taka fram að Jón Pétur var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2018-2019 og kom þar m.a. með beinum hætti að innleiðingu núgildandi menntastefnu. Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu finna þingmenn flokksins sig knúna til að gagnrýna það sem á að breyta og laga, þar er Jón Pétur Zimsen í broddi fylkingar, eftir að hafa verið sofandi við stýrið með málaflokkinn. Ég spyr, af hverju bar Jón Pétur ekki fram einhverjar af hugmyndunum sem hann er með þegar hann hafði raunverulegt tækifæri til að ná fram breytingum sem aðstoðarmaður ráðherra. Eitt er víst, hann var algjörlega sofandi á verðinum ef hann er bara núna að átta sig á stöðunni. Stolnar fjaðrir Nýlega birtist frétt á Vísi þar sem bæjarstjóri Kópavogs hélt því fram að Kópavogsbær væri eina sveitarfélagið á landinu sem væri að innleiða samræmd próf aftur í alla grunnskóla bæjarins. Það er alls ekki staðan, það er verið að innleiða stöðupróf í grunnskóla Kópavogsbæjar, sem og alla grunnskóla landsins, en þau eru hluti af Matsferli. Matsferill er nýtt fyrirhugað námsmat fyrir grunnskóla landsins sem á að leysa gömlu samræmdu könnunarprófin af hólmi og hefur það markmið að leggja mat á kunnáttu og hæfni á einstaklingsmiðaðan og fjölbreyttan hátt. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að samræmd próf sé eina tólið sem metur getu og kunnáttu hvers og eins. Það hefur marg sinnis sýnt sig í umræðunni, bæði frá fagfólki, aðstandendum og nemendum að samræmd próf ýta undir stress, kvíða og henta einfaldlega ekki öllum, meðal annars vegna þeirrar pressu sem fylgir því að taka prófið. Ásamt því að prófa bara hluta af þeirri færni sem að ætlast er til að þau tileinki sér á skólaferlinum. Það verður samt að segjast alveg eins og er, maður finnur svolítið til með Sjálfstæðismönnum. Eftir að hafa verið með stjórnartaumana í rúman áratug var þeim algjörlega hafnað af þjóðinni og gengi flokksins er í frjálsu falli, könnunn eftir könnunn. Flokkurinn neyðist til að leita nýrra leiða til að byggja upp fylgið sitt aftur, og hann þarf að finna þær fljótt, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þannig það er svo sem ekki skrýtið að þeir séu að láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið snúa sér núna af fullum krafti að málaflokki sem verður eflaust ofarlega á baugi í næstu kosningum. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun