„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. ágúst 2025 14:02 Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun