„Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2025 20:46 Davíð Smára Lamude var svekktur eftir 4-1 tap gegn Víkingi Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á heimavelli. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur út í frammistöðu Vestra en viðurkenndi að sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag hafi spilað inn í. „Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR. Vestri Besta deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR.
Vestri Besta deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira