„Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2025 20:46 Davíð Smára Lamude var svekktur eftir 4-1 tap gegn Víkingi Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann 4-1 sigur gegn Vestra á heimavelli. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur út í frammistöðu Vestra en viðurkenndi að sigur í bikarúrslitum síðasta föstudag hafi spilað inn í. „Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR. Vestri Besta deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Haukar - Stjarnan | Meistararnir þurfa að svara fyrir sig Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Um fimm ára aldur fara strákar að trúa því að stelpur eigi ekki heima í íþróttum Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Sjá meira
„Það sáu það allir að Vestra liðið var ólíkt sjálfum sér. Víkingar voru ekkert sérstakir og við gáfum þeim ódýr mörk og þar við situr. Það er auðvelt að benda á bikarþynnkuna en það er líka mjög eðlilegt þegar maður horfir á úrslit leiksins og við höfum ekki verið að tapa svona stórt í mjög langan tíma. Það voru fáir dagar á milli leikja sem er staðreynd en svona er þetta og við tökum því,“ sagði Davíð í viðtali eftir leik. Aðspurður út í hvort annað mark Víkinga hefði átt að standa sagði Davíð að það hafi verið algjört aukaatriði. „Það skipti engu máli í því sem gerðist hér í dag. Við töpuðum þessum leik við komumst aðeins inn í leikinn eftir markið sem við skoruðum en Víkingur skoraði strax í kjölfarið sem drap okkur alveg. Leikmennirnir voru bara að bíða eftir að leikurinn væri búinn sem ég vil ekki sjá.“ Vestri var 2-0 undir í hálfleik og útlitið svart. Davíð sagðist hafa reynt að styðja sína menn og blása í þá trú farandi inn í síðari hálfleik. „Maður reynir að sýna stuðning þegar maður finnur að leikmenn eru ekki á deginum sínum og það var algjörlega þannig. Við reyndum að breyta liðinu í hálfleik og fá orku. Við fengum þrjú færi og skoruðum frábært mark sem við tökum út úr þessu. Birkir Eydal er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og það var gaman að sjá hann í dag.“ Næsti leikur Vestra er gegn KR á sunnudaginn og Davíð vonaðist til þess að þessi leikur færi í ruslið og hans menn myndu spila töluvert betur í næsta leik. „Við munum gera allt í okkar valdi til þess að þessi leikur sé kominn í ruslið og það verður að vera þannig. Við tókum fund inn í klefa núna og í ruslið með þetta og áfram gakk. Við erum með óbragð í munninum eftir að við spiluðum við KR síðast,“ sagði Davíð Smári að lokum sem vildi ekki fara nánar út í síðasta leik Vestra gegn KR.
Vestri Besta deild karla Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Haukar - Stjarnan | Meistararnir þurfa að svara fyrir sig Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Um fimm ára aldur fara strákar að trúa því að stelpur eigi ekki heima í íþróttum Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Sjá meira