Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 19:08 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða manninn sem hér er hægra megin í bílnum. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í Hamraborgarmálinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki. Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki.
Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03