Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:37 Hvern er Zoe Kravitz að deita? Það er spurningin. Getty Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? Samkvæmt slúðurmiðlum á borð við Daily Mail hafa Zoe Kravitz og Harry Styles sést saman við nokkur tilefni. Sem dæmi í kossaflensi á veitingastað í London síðastliðinn þriðjudag og sömuleiðis á Ítalíu í rómantískri göngu. Hér má sjá stutt myndskeið sem aðdáandi náði af þessu stjörnupari: Zoe Kravitz er ekki bara leikkona heldur hefur hún einnig tekið að sér verkefni sem leikstjóri og leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Blink Twice sem fyrrverandi kærasti hennar Channing Tatum fór með stórt hlutverk í. Þá fer hún með aðalhlutverkið í væntanlegu rómantísku gamanmyndinni Caught Stealing á móti bandaríska hjartaknúsaranum Austin Butler. Slúðurmiðlar vestanhafs virðast aftur á móti líka halda því fram að rosalegir neistar fljúgi á milli Kravitz og Butler sem virðast mjög sannfærandi sem elskendur í stiklu fyrir nýju bíómyndina og hafa sömuleiðis verið mjög innileg á ýmsum kynningarviðburðum nýverið. Kannski er það bara markaðsherferð fyrir myndina eða kannski er þetta allt saman opið og flæðandi, hver veit. Zoe Kravitz og Austin Butler virðast ná mjög vel saman. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Butler er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd um líf Elvis Prestley. Hann var lengi í sambandi við Highschool Musical stjörnuna Vanessu Hudgens og ofurfyrirsætuna Kaia Gerber. Harry Styles þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er með frægari tónlistarmönnum okkar samtíma, bæði sem meðlimur í goðsagnasveitinni One Direction og sem gríðarlega vinsæll sóló tónlistarmaður með ofursmelli á borð við Watermelon Sugar og As It Was. Styles hefur verið orðaður við fjölmargar stjörnurnar, þar á meðal Cöru Delavigne, Kendall Jenner, Oliviu Wilde og auðvitað Taylor Swift en hin síðastnefnda virðist hin fínasta vinkona Zoe Kravitz. Ætli Swift sé ekki komin yfir þetta núna þrettán árum seinna? Þá hafa Styles og Lenny Kravitz, rokkstjarna og faðir Zoe Kravitz, verið vinir í nokkur ár og virðist hann hrifinn af þessum nýja mögulega tengdasyni. Það verður spennandi að fylgjast með ástarlífi Zoe á næstunni en það virðist í það minnsta ekki vera rólegt að gera í þeim málum hjá henni. Ástin og lífið Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum á borð við Daily Mail hafa Zoe Kravitz og Harry Styles sést saman við nokkur tilefni. Sem dæmi í kossaflensi á veitingastað í London síðastliðinn þriðjudag og sömuleiðis á Ítalíu í rómantískri göngu. Hér má sjá stutt myndskeið sem aðdáandi náði af þessu stjörnupari: Zoe Kravitz er ekki bara leikkona heldur hefur hún einnig tekið að sér verkefni sem leikstjóri og leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Blink Twice sem fyrrverandi kærasti hennar Channing Tatum fór með stórt hlutverk í. Þá fer hún með aðalhlutverkið í væntanlegu rómantísku gamanmyndinni Caught Stealing á móti bandaríska hjartaknúsaranum Austin Butler. Slúðurmiðlar vestanhafs virðast aftur á móti líka halda því fram að rosalegir neistar fljúgi á milli Kravitz og Butler sem virðast mjög sannfærandi sem elskendur í stiklu fyrir nýju bíómyndina og hafa sömuleiðis verið mjög innileg á ýmsum kynningarviðburðum nýverið. Kannski er það bara markaðsherferð fyrir myndina eða kannski er þetta allt saman opið og flæðandi, hver veit. Zoe Kravitz og Austin Butler virðast ná mjög vel saman. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Butler er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd um líf Elvis Prestley. Hann var lengi í sambandi við Highschool Musical stjörnuna Vanessu Hudgens og ofurfyrirsætuna Kaia Gerber. Harry Styles þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er með frægari tónlistarmönnum okkar samtíma, bæði sem meðlimur í goðsagnasveitinni One Direction og sem gríðarlega vinsæll sóló tónlistarmaður með ofursmelli á borð við Watermelon Sugar og As It Was. Styles hefur verið orðaður við fjölmargar stjörnurnar, þar á meðal Cöru Delavigne, Kendall Jenner, Oliviu Wilde og auðvitað Taylor Swift en hin síðastnefnda virðist hin fínasta vinkona Zoe Kravitz. Ætli Swift sé ekki komin yfir þetta núna þrettán árum seinna? Þá hafa Styles og Lenny Kravitz, rokkstjarna og faðir Zoe Kravitz, verið vinir í nokkur ár og virðist hann hrifinn af þessum nýja mögulega tengdasyni. Það verður spennandi að fylgjast með ástarlífi Zoe á næstunni en það virðist í það minnsta ekki vera rólegt að gera í þeim málum hjá henni.
Ástin og lífið Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“