Lífið

Ein­býlis­hús með mögu­leika á maka­skiptum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er staðsett á vinsælum stað í Setberginu í Hafnarfirði.
Húsið er staðsett á vinsælum stað í Setberginu í Hafnarfirði.

Við Fagraberg í Hafnarfirði er til sölu glæsilegt einbýlishús sem var byggt árið 1985. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að núverandi eigendur séu í leit að minni eign og makaskiptum. Ásett verð er 179,9 milljónir króna.

„Eignin býður upp á mikla möguleika. Seljendur eru að leita að minni eign og er því möguleiki á makaskiptum,“ segir í fasteignaauglýsingunni.

Umrætt hús er 300 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum, þar af 33 fermetra bílskúr.

Aðalhæðin skiptist í bjart og opið stofurými, eldhús, þvottahús, sjónvarpshol og tvö svefnherbergi. Útgengt er úr stofu á stórar svalir, þaðan sem tröppur leiða niður í garð og á verönd með heitum potti.

Neðri hæðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, litlu eldhúsi, baðherbergi og tveimur geymslum.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.