Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 07:02 Daniel og Daníel Óliver giftu sig í sænskum kastala. Caitlin Joice „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. Daníel og Daníel eru búnir að vera saman í næstum fjórtán ár og eiga rætur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Nýgiftir og glæsilegir!Caitlin Joice Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í september 2023 eftir loftbelgsferð. Ég skildi ekki alveg af hverju hann bauð mér í loftbelg þar sem ég er frekar lofthræddur en þegar við lentum þá kom bónorð. Hann var svo stressaður að hann eiginlega henti hringnum í mig þegar hann spurði. Daniel Mattias var svo stressaður að biðja Daníels Ólivers að hann næstum kastaði trúlofunarhringnum í hann. Caitlin Joice Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að plana fyrir um það bil ári. Þegar við ákváðum að hafa brúðkaupið í Svíþjóð fengum ráð um að fá hjálp frá brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner) til að skipuleggja svona stórt brúðkaup þar sem fólk væri að koma frá mismunandi löndum og það var án efa besta ákvörðunin. Glæsilegir gestir og hjón!Caitlin Joice Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var frábær. Þetta var helgarbúðkaup svo gestirnir voru búnir að hittast og spjalla kvöldið áður þannig stemningin var bara góð. Allir peppaðir og dagurinn hefði ekki getað verið betri. Dagurinn hefði ekki getað verið betri segja Daníel og Daniel.Caitlin Joice Voruð þið sammála í skipulaginu? Já svona að mestu leyti. Við tókum auðvitað nokkrar málamiðlanir en í grunninn vildum við að brúðkaupið myndi aðallega snúast um skemmtilega upplifun fyrir fólkið okkar og vini og við unnum allt út frá þeirri möntru. View this post on Instagram A post shared by Caitlin Joyce (@caitlinjoycephotography) Hvað fannst ykkur mikilvægast? Það var mikilvægt fyrir okkur að vinir okkar frá hinum ýmsu tímabilum í lífinu og fjölskylda fengju að hittast og kynnast almennilega. Svo auðvitað að hafa gaman að þessu. Gleðin var í fyrirrúmi.Caitlin Joice Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við ákváðum að hafa þetta þemabrúðkaup þar sem við vorum með þennan gamla kastala. Okkur fannst Gatsby þema skemmtilegt svo við og gestirnir gætum klætt okkur upp og fengið að upplifa hvernig það var að mæta í svona stórar veislur árið 1920. Það var alveg truflað gaman. View this post on Instagram A post shared by Daniel Oliver (@itsdanieloliver) Hvað stendur upp úr? Öll ástin sem við fundum frá fólkinu okkar og vinum. Það var ógleymanlegt. Skemmtilegar ræður, falleg atriði, fyndin uppistönd, söngur, gleði og gaman. Ástin var svo sannarlega í loftinu!Caitlin Joice Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? María systir mín og besta vinkona Nybacks voru veislustjórar. Svo fengum við frábæran kvartett til að spila í athöfninni og svo æðislegan DJ um kvöldið með gestasöngkonu sem kom öllum í stuð. Strákarnir voru í gríðarlegu stuði!Caitlin Joice Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað við eigum marga ótrúlega, fyndna, hæfileikaríka og yndislega vini. Umkringdir góðum fyndnum og skemmtilegum vinum!Caitlin Joice Hvað voru margir gestir? 100 manns. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vildum vera svipaðir en samt mismunandi svo við vorum báðir í smóking, hann í svörtum jakka og ég í hvítum. Stórglæsilegir í svörtum og hvítum smókingum.Caitlin Joice Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Excel er vinur þinn og takið á móti allri hjálp sem þið getið fengið. Daníel Óliver mælir með að þiggja alla mögulega hjálp sem býðst þegar verið er að skipuleggja brúðkaup.Caitlin Joice Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, en það er ekkert ákveðið ennþá. Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Daníel og Daníel eru búnir að vera saman í næstum fjórtán ár og eiga rætur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Nýgiftir og glæsilegir!Caitlin Joice Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í september 2023 eftir loftbelgsferð. Ég skildi ekki alveg af hverju hann bauð mér í loftbelg þar sem ég er frekar lofthræddur en þegar við lentum þá kom bónorð. Hann var svo stressaður að hann eiginlega henti hringnum í mig þegar hann spurði. Daniel Mattias var svo stressaður að biðja Daníels Ólivers að hann næstum kastaði trúlofunarhringnum í hann. Caitlin Joice Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að plana fyrir um það bil ári. Þegar við ákváðum að hafa brúðkaupið í Svíþjóð fengum ráð um að fá hjálp frá brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner) til að skipuleggja svona stórt brúðkaup þar sem fólk væri að koma frá mismunandi löndum og það var án efa besta ákvörðunin. Glæsilegir gestir og hjón!Caitlin Joice Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var frábær. Þetta var helgarbúðkaup svo gestirnir voru búnir að hittast og spjalla kvöldið áður þannig stemningin var bara góð. Allir peppaðir og dagurinn hefði ekki getað verið betri. Dagurinn hefði ekki getað verið betri segja Daníel og Daniel.Caitlin Joice Voruð þið sammála í skipulaginu? Já svona að mestu leyti. Við tókum auðvitað nokkrar málamiðlanir en í grunninn vildum við að brúðkaupið myndi aðallega snúast um skemmtilega upplifun fyrir fólkið okkar og vini og við unnum allt út frá þeirri möntru. View this post on Instagram A post shared by Caitlin Joyce (@caitlinjoycephotography) Hvað fannst ykkur mikilvægast? Það var mikilvægt fyrir okkur að vinir okkar frá hinum ýmsu tímabilum í lífinu og fjölskylda fengju að hittast og kynnast almennilega. Svo auðvitað að hafa gaman að þessu. Gleðin var í fyrirrúmi.Caitlin Joice Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við ákváðum að hafa þetta þemabrúðkaup þar sem við vorum með þennan gamla kastala. Okkur fannst Gatsby þema skemmtilegt svo við og gestirnir gætum klætt okkur upp og fengið að upplifa hvernig það var að mæta í svona stórar veislur árið 1920. Það var alveg truflað gaman. View this post on Instagram A post shared by Daniel Oliver (@itsdanieloliver) Hvað stendur upp úr? Öll ástin sem við fundum frá fólkinu okkar og vinum. Það var ógleymanlegt. Skemmtilegar ræður, falleg atriði, fyndin uppistönd, söngur, gleði og gaman. Ástin var svo sannarlega í loftinu!Caitlin Joice Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? María systir mín og besta vinkona Nybacks voru veislustjórar. Svo fengum við frábæran kvartett til að spila í athöfninni og svo æðislegan DJ um kvöldið með gestasöngkonu sem kom öllum í stuð. Strákarnir voru í gríðarlegu stuði!Caitlin Joice Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað við eigum marga ótrúlega, fyndna, hæfileikaríka og yndislega vini. Umkringdir góðum fyndnum og skemmtilegum vinum!Caitlin Joice Hvað voru margir gestir? 100 manns. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vildum vera svipaðir en samt mismunandi svo við vorum báðir í smóking, hann í svörtum jakka og ég í hvítum. Stórglæsilegir í svörtum og hvítum smókingum.Caitlin Joice Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Excel er vinur þinn og takið á móti allri hjálp sem þið getið fengið. Daníel Óliver mælir með að þiggja alla mögulega hjálp sem býðst þegar verið er að skipuleggja brúðkaup.Caitlin Joice Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, en það er ekkert ákveðið ennþá.
Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira