Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 19:17 Blóðug myndavél Mariam Dagga blaðakonu. Hún lést í sprengingunni. AP Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira