Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2025 10:32 Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun