Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 08:31 Allt sem þið upplifið er ekki að gerast Náttúran er söluvara Náttúran er eftirsóttasta hráefni veraldar. Framboðið minnkar stöðugt en eftirspurnin vex, alveg hömlulaust. Náttúran er söluvara á óseðjandi alþjóðamarkaði. Um leið tölum við um það á tyllidögum að við þurfum að vernda náttúru og varðveita fyrir samfélög og vistkerfi, svo við lifum af, svo plánetan lifi okkur af, og auðvitað fyrir komandi kynslóðir. Við tölum um að náttúran skilgreini okkur, lýsi okkur, sé hluti af okkur. Heiðar, sandar, jöklar, víðerni, votlendi, mýrar, móar og sveitirnar allar, loft, jörð, vatn og eldur. Og við sem lifum í núinu eigum ekki náttúruna, það er náttúrulögmál. Við erum aðeins landverðir fyrir þá sem á eftir koma. Þannig varðveitist hún alltaf fyrir næstu kynslóð. Og þannig sagði ráðherra orkumála á fundi um vindorkuver á Hvanneyri á fögru ágústkvöldi að engar bindandi ákvarðanir yrðu teknar um vindorku fyrr en skýr lagarammi lægi fyrir. Það var þó gleðilegt og líka að hann skyldi mæta á fund áhyggjufullra andstæðinga vindorkuvera á Vesturlandi. Sérfróðir stigu á stokk og upplýstu um galla og skaða vindorkuvera fyrir Ísland, bentu á öfugmælavísur um orkuskort, möntrur sem stjórnmálamönnum hefði verið kennt að kyrja í blindni um þjóð sem framleiðir langmesta raforku per haus á veraldarvísu. En ráðherrann var áhyggjulaus og lagði áherslu á að allar flýtileiðir fyrir vindorkuver væru alls ekki í boði og færu beint í tætarann. Hann sagði að öll þessi risaverkefni í vindorku ættu auðvitað að vera innan rammaáætlunar og þyrftu að fara þangað í hvelli og ekkert myndi gerast án lagaramma og að allt væri gott. Undirbúningur í skjóli nætur Svart er hvítt og dagur er nótt. Allt sem þið upplifið er ekki að gerast, voru skilaboð ráðherrans til fólksins í sveitinni þetta kvöld. Um leið og hann sagði að allt væri í ferli og að ekkert væri að gerast, um leið reis hæsta mannvirki Borgarbyggðar frá upphafi mannvistar í héraðinu. Það reis á Grjóthálsi, yfir Norðurá og framan í Baulutind. Það er mælimastur fyrir vindorkuver sem reis í skjóli nætur um miðjan ágúst með leyfi og samþykki meirihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Hálfnað er verk þá hafið er. Um leið og ráðherra sagði að engin verkefni færu af stað fyrr en regluverk lægi fyrir eru nokkur mælimöstur löngu risin í Dalabyggð. Þau standa þar sum í leyfisleysi, ryðguð og ljóslaus og bíða þess að eigendurnir hefjist handa við vindorkuverin og þeir eru tilbúnir við rásmarkið, hafa unnið alla heimavinnuna. Leyfið er komið frá sveitarfélaginu en ráðherrann sem talaði um rammann og regluverkið sagði einmitt líka að sveitarstjórnir ættu auðvitað að ráða þessu, ekki heimafólk. Sveitasjóðir þurfa fasteignagjöld af orkuverum, sagði hann. Samfélagsskaðinn og tætari ráðherrans Fyrirtækið Stormorka hélt kynningarfund um vindorkuver á Hróðnýjarstöðum í Búðardal degi síðar. Á Hróðnýjarstöðum standa mælimöstrin, sum úrelt og ljóslaus að vísu, en það er búið að tékka í rannsóknarboxið. Um leið reisir Orkuveita Reykjavíkur í flýti rannsóknarmöstur fyrir vindorku með miklu jarðraski á Mosfellsheiði með leyfi og í skjóli sveitarstjórnar í Ölfusi. Um leið og ekkert regluverk liggur fyrir mælir svo orkuráðherrann sjálfur með vindorkuveri í Garpsdal umfram önnur vindorkuverkefni, segir opinberlega að það sé góður kostur. Ráðherrann hefur sjálfur valið eitt verkefni umfram yfir fjörutíu önnur sem liggja á borðinu og mælir með því á undan öllu regluverki að einkafyrirtæki taki að sér að umbylta ásýnd Reykhólasveitar, að þessi stærsta innrás inn í íslenska náttúru frá upphafi sé heppileg einmitt þarna. Ekkert samtal, bara ráðherraleg meðmæli. Samkvæmt honum sjálfum ættu svona meðmæli að fara beint í tætarann. Munum að ráðherrann sagði á Hvanneyri að ekkert væri að gerast, að öll flýtiáform færu í tætarann og að þannig væri það. Það væri raunveruleikinn. Um leið er auðvitað vinna við risavaxið vindorkuver hafið við Vaðöldu, inni á hálendinu og utan regluverksins sem beðið er eftir, en það er allt í lagi af því að það fyrirtæki er í okkar eigu. Hér er ekkert að gerast. Við bíðum bara eftir regluverki. Það er þá ímyndun íbúa og landeigenda á Vesturlandi að mælimöstrin rísi, að erlend stórfyrirtæki sturti þolinmóðu fjármagni árum saman í ótal vindorkuáform í heimasveitum, á mikilvægum búsvæðum hafarna og himbrima, í votlendi og dýrmætu heiðarlandi. Það er ímyndun að fasteignir í þessum sveitum séu þegar farnar að hrynja í verði, að deilur hafi risið í héruðum, að manneskjur hafi orðið fyrir margvíslegum skaða af áformum og undirbúningi risafyrirtækja í vindorku undanfarin að minnsta kosti sjö ár. Þetta er allt ímyndun. Farið heim, hér er ekkert að gerast, var upplegg ráðherrans á fundi með landeigendum og náttúruverndurum á Vesturlandi og það er kannski lýsandi fyrir það hvernig við rekum samfélag. Náttúran er raddlaus í ríkisstjórn Á meðan ráðherrann reynslulausi segir að ekkert sé í gangi þá hafa hin fjölmörgu vindorkufyrirtæki með alþjóðlegum fjárstuðningi rekið fleyga í samfélög, kveikt elda og valdið fjölda býla og fyrirtækja, fjölda fólks, fjárhagsskaða með stöðugum og yfirvofandi eyðileggingaráformum. Það er allt í boði og í skjóli ríkjandi stjórnvalda og ekki síst forvera þeirra. En orkuráðherrann er auðvitað ekki ráðherra náttúru og hefur aldrei verið, og þá ekki forveri hans. Það er nú stóra sorgin að náttúra Íslands á ekki fulltrúa við ríkisstjórnarborðið og hefur ekki átt svo óralengi, nema sem markaðsvara. Um leið og hún þarf svo sárlega á því að halda að fá vernd við þetta borð - um leið og við þurfum öll á því að halda. Umhverfis og náttúruverndarmál eru stærstu viðfangsefni jarðarbúa, svo stór að við höfum kosið að ræða þau sem allra minnst, ráðum ekki við samtalið. En þau hafa samt víðtæk áhrif á alla aðra málaflokka í mannlegu skipulagi og ættu að hafa sitt eigið stóra ráðuneyti sem hefði inngrip inn í öll önnur ráðuneyti og stofnanir. Þannig gætum við verið lítil fyrirmynd á norðurhjara. En í staðinn er þessi málaflokkur smættaður og honum stungið ofan í litla og læsta skúffu í orkuráðuneyti sem keyrir áfram einkavæðingu öryggisinnviða þjóðarinnar og hrópar á virkjanir til að selja upp í endalausar pantanir. Lambið er læst inni í búri með úlfinum og það endar bara á einn veg. Ekkert samtal við sveitirnar, íbúana, fólkið í landinu og engin sýn á lokaniðurstöðu við orkuöflun- í hvað á öll þessi orka að fara? Og ekki síst: Í hvað viljum við sem þjóð að hún fari til framtíðar? Ekkert er meitlað í stein um eilfíð. En yfir þessu höfum við víst misst allt vald úr landi og nú verðum við sem þjóð að gefa land, gefa náttúru og breiða hana út á silfurfati. Náttúrufórnir Dalabyggðar fyrir malbik Fólk sem kennir sig við Stormorku hefur komist yfir Hróðnýjarstaði í Dalasýslu og hyggst breyta landbúnaðarsvæðum og heiðarlandi í iðnaðarsvæði og ruslahauga með því að reisa vindorkuver í annars blómlegri sveit með stóra sögu við sjálfan Hvammsfjörð. Þar er á fleti aum og illa upplýst sveitarstjórn sem selur hérað forfeðranna fyrir fasteignagjöld, malbik og holufyllingar. Þegar vindorkuverin rísa á Hróðnýjarstöðum verður girt fyrir það að nokkrum öðrum geti dottið í hug að gera eitthvað annað á risavöxnu áhrifasvæði vindorkuveranna í Dalasýslu um ókomna tíð. Framtíð sveitarinnar verður ráðin og möguleikar annarra landeigenda verða takmarkaðir við þá starfssemi sem býðst á iðnaðarsvæðum. Þetta kompaní hélt enn einn kynningarfund um áform sín nú í ágúst. Enn einn íbúafundur vindorkugreifanna um nokkur hundruð síðna keyptar verkfræðiskýrslur sem íbúum og öðrum sem láta sig málið varða er gert að lesa og kynna sér, aftur og aftur. Og fólk þreytist, hættir að mæta og finnur vanmátt sinn. Það er svo mikil bugun að þurfa þráfalt að kynna sér hvernig snákaolíusalarnir ætla að umturna sveitunum og gera áform og drauma annarra að engu. Umturna sveitum, ekki til að gera samfélagi og náttúru gott og lyfta og lýsa inn í framtíðina, heldur til að auka einkaauð sinn litla stund á meðan ruslið stendur uppi og áður en það ryðgar ljóslaust og yfirgefið eins og mælimöstur þeirra Stormorkumanna gera nú þegar og munu gera. Allt í boði sveitarstjórnar sem bíður eftir fasteignagjöldum og á vakt ráðherrans sem segir að ekkert sé að gerast. Og fólkið bugast. Fórnarkostnaðurinn verður haförn og himbrimi, en það skiptir nú engu. Við höfum hvort eð er upplifað nýverið að það er í lagi að fórna villtum dýrategundum fyrir erlend stórfyrirtæki. Ónýtar veiðiár undir flöktandi vindorkuverum Ég mætti ekki á kynningarfundinn í Dalabúð. Hef oft mætt á þessa sölufundi. Þeir eru alltaf eins, ætlaðir svo orkufyrirtækin geti hakað við reglulega kynningarfundi með íbúum á tékklistum sínum. Það merkilegasta við þessa fundi er alltaf fjarvera hinna kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstigi eða frá hinu háa Alþingi, hafa enda aldrei haldið sjálfir fundi með íbúum, með fólkinu í landinu, til að selja þessa risavöxnu vindorkumartröð í heimabyggðum hringinn í kringum landið eða í það minnsta ræða málin, ekki frekar en að sjókvíaeldi með tilheyrandi afleiðingum var rætt við landsmenn á sínum tíma. Það bara kom. Borgfirðingar og aðrir vestlendingar munu þó fljótlega þurfa að fjárfesta í froskmannabúningum og spjótum til að skutla eldislaxa í ónýtum veiðiám undir flöktandi vindorkuverum á uppsteyptum iðnaðarheiðum. Höfundur er rithöfundur, leiðsögumaður og stjórnarmaður í Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Allt sem þið upplifið er ekki að gerast Náttúran er söluvara Náttúran er eftirsóttasta hráefni veraldar. Framboðið minnkar stöðugt en eftirspurnin vex, alveg hömlulaust. Náttúran er söluvara á óseðjandi alþjóðamarkaði. Um leið tölum við um það á tyllidögum að við þurfum að vernda náttúru og varðveita fyrir samfélög og vistkerfi, svo við lifum af, svo plánetan lifi okkur af, og auðvitað fyrir komandi kynslóðir. Við tölum um að náttúran skilgreini okkur, lýsi okkur, sé hluti af okkur. Heiðar, sandar, jöklar, víðerni, votlendi, mýrar, móar og sveitirnar allar, loft, jörð, vatn og eldur. Og við sem lifum í núinu eigum ekki náttúruna, það er náttúrulögmál. Við erum aðeins landverðir fyrir þá sem á eftir koma. Þannig varðveitist hún alltaf fyrir næstu kynslóð. Og þannig sagði ráðherra orkumála á fundi um vindorkuver á Hvanneyri á fögru ágústkvöldi að engar bindandi ákvarðanir yrðu teknar um vindorku fyrr en skýr lagarammi lægi fyrir. Það var þó gleðilegt og líka að hann skyldi mæta á fund áhyggjufullra andstæðinga vindorkuvera á Vesturlandi. Sérfróðir stigu á stokk og upplýstu um galla og skaða vindorkuvera fyrir Ísland, bentu á öfugmælavísur um orkuskort, möntrur sem stjórnmálamönnum hefði verið kennt að kyrja í blindni um þjóð sem framleiðir langmesta raforku per haus á veraldarvísu. En ráðherrann var áhyggjulaus og lagði áherslu á að allar flýtileiðir fyrir vindorkuver væru alls ekki í boði og færu beint í tætarann. Hann sagði að öll þessi risaverkefni í vindorku ættu auðvitað að vera innan rammaáætlunar og þyrftu að fara þangað í hvelli og ekkert myndi gerast án lagaramma og að allt væri gott. Undirbúningur í skjóli nætur Svart er hvítt og dagur er nótt. Allt sem þið upplifið er ekki að gerast, voru skilaboð ráðherrans til fólksins í sveitinni þetta kvöld. Um leið og hann sagði að allt væri í ferli og að ekkert væri að gerast, um leið reis hæsta mannvirki Borgarbyggðar frá upphafi mannvistar í héraðinu. Það reis á Grjóthálsi, yfir Norðurá og framan í Baulutind. Það er mælimastur fyrir vindorkuver sem reis í skjóli nætur um miðjan ágúst með leyfi og samþykki meirihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Hálfnað er verk þá hafið er. Um leið og ráðherra sagði að engin verkefni færu af stað fyrr en regluverk lægi fyrir eru nokkur mælimöstur löngu risin í Dalabyggð. Þau standa þar sum í leyfisleysi, ryðguð og ljóslaus og bíða þess að eigendurnir hefjist handa við vindorkuverin og þeir eru tilbúnir við rásmarkið, hafa unnið alla heimavinnuna. Leyfið er komið frá sveitarfélaginu en ráðherrann sem talaði um rammann og regluverkið sagði einmitt líka að sveitarstjórnir ættu auðvitað að ráða þessu, ekki heimafólk. Sveitasjóðir þurfa fasteignagjöld af orkuverum, sagði hann. Samfélagsskaðinn og tætari ráðherrans Fyrirtækið Stormorka hélt kynningarfund um vindorkuver á Hróðnýjarstöðum í Búðardal degi síðar. Á Hróðnýjarstöðum standa mælimöstrin, sum úrelt og ljóslaus að vísu, en það er búið að tékka í rannsóknarboxið. Um leið reisir Orkuveita Reykjavíkur í flýti rannsóknarmöstur fyrir vindorku með miklu jarðraski á Mosfellsheiði með leyfi og í skjóli sveitarstjórnar í Ölfusi. Um leið og ekkert regluverk liggur fyrir mælir svo orkuráðherrann sjálfur með vindorkuveri í Garpsdal umfram önnur vindorkuverkefni, segir opinberlega að það sé góður kostur. Ráðherrann hefur sjálfur valið eitt verkefni umfram yfir fjörutíu önnur sem liggja á borðinu og mælir með því á undan öllu regluverki að einkafyrirtæki taki að sér að umbylta ásýnd Reykhólasveitar, að þessi stærsta innrás inn í íslenska náttúru frá upphafi sé heppileg einmitt þarna. Ekkert samtal, bara ráðherraleg meðmæli. Samkvæmt honum sjálfum ættu svona meðmæli að fara beint í tætarann. Munum að ráðherrann sagði á Hvanneyri að ekkert væri að gerast, að öll flýtiáform færu í tætarann og að þannig væri það. Það væri raunveruleikinn. Um leið er auðvitað vinna við risavaxið vindorkuver hafið við Vaðöldu, inni á hálendinu og utan regluverksins sem beðið er eftir, en það er allt í lagi af því að það fyrirtæki er í okkar eigu. Hér er ekkert að gerast. Við bíðum bara eftir regluverki. Það er þá ímyndun íbúa og landeigenda á Vesturlandi að mælimöstrin rísi, að erlend stórfyrirtæki sturti þolinmóðu fjármagni árum saman í ótal vindorkuáform í heimasveitum, á mikilvægum búsvæðum hafarna og himbrima, í votlendi og dýrmætu heiðarlandi. Það er ímyndun að fasteignir í þessum sveitum séu þegar farnar að hrynja í verði, að deilur hafi risið í héruðum, að manneskjur hafi orðið fyrir margvíslegum skaða af áformum og undirbúningi risafyrirtækja í vindorku undanfarin að minnsta kosti sjö ár. Þetta er allt ímyndun. Farið heim, hér er ekkert að gerast, var upplegg ráðherrans á fundi með landeigendum og náttúruverndurum á Vesturlandi og það er kannski lýsandi fyrir það hvernig við rekum samfélag. Náttúran er raddlaus í ríkisstjórn Á meðan ráðherrann reynslulausi segir að ekkert sé í gangi þá hafa hin fjölmörgu vindorkufyrirtæki með alþjóðlegum fjárstuðningi rekið fleyga í samfélög, kveikt elda og valdið fjölda býla og fyrirtækja, fjölda fólks, fjárhagsskaða með stöðugum og yfirvofandi eyðileggingaráformum. Það er allt í boði og í skjóli ríkjandi stjórnvalda og ekki síst forvera þeirra. En orkuráðherrann er auðvitað ekki ráðherra náttúru og hefur aldrei verið, og þá ekki forveri hans. Það er nú stóra sorgin að náttúra Íslands á ekki fulltrúa við ríkisstjórnarborðið og hefur ekki átt svo óralengi, nema sem markaðsvara. Um leið og hún þarf svo sárlega á því að halda að fá vernd við þetta borð - um leið og við þurfum öll á því að halda. Umhverfis og náttúruverndarmál eru stærstu viðfangsefni jarðarbúa, svo stór að við höfum kosið að ræða þau sem allra minnst, ráðum ekki við samtalið. En þau hafa samt víðtæk áhrif á alla aðra málaflokka í mannlegu skipulagi og ættu að hafa sitt eigið stóra ráðuneyti sem hefði inngrip inn í öll önnur ráðuneyti og stofnanir. Þannig gætum við verið lítil fyrirmynd á norðurhjara. En í staðinn er þessi málaflokkur smættaður og honum stungið ofan í litla og læsta skúffu í orkuráðuneyti sem keyrir áfram einkavæðingu öryggisinnviða þjóðarinnar og hrópar á virkjanir til að selja upp í endalausar pantanir. Lambið er læst inni í búri með úlfinum og það endar bara á einn veg. Ekkert samtal við sveitirnar, íbúana, fólkið í landinu og engin sýn á lokaniðurstöðu við orkuöflun- í hvað á öll þessi orka að fara? Og ekki síst: Í hvað viljum við sem þjóð að hún fari til framtíðar? Ekkert er meitlað í stein um eilfíð. En yfir þessu höfum við víst misst allt vald úr landi og nú verðum við sem þjóð að gefa land, gefa náttúru og breiða hana út á silfurfati. Náttúrufórnir Dalabyggðar fyrir malbik Fólk sem kennir sig við Stormorku hefur komist yfir Hróðnýjarstaði í Dalasýslu og hyggst breyta landbúnaðarsvæðum og heiðarlandi í iðnaðarsvæði og ruslahauga með því að reisa vindorkuver í annars blómlegri sveit með stóra sögu við sjálfan Hvammsfjörð. Þar er á fleti aum og illa upplýst sveitarstjórn sem selur hérað forfeðranna fyrir fasteignagjöld, malbik og holufyllingar. Þegar vindorkuverin rísa á Hróðnýjarstöðum verður girt fyrir það að nokkrum öðrum geti dottið í hug að gera eitthvað annað á risavöxnu áhrifasvæði vindorkuveranna í Dalasýslu um ókomna tíð. Framtíð sveitarinnar verður ráðin og möguleikar annarra landeigenda verða takmarkaðir við þá starfssemi sem býðst á iðnaðarsvæðum. Þetta kompaní hélt enn einn kynningarfund um áform sín nú í ágúst. Enn einn íbúafundur vindorkugreifanna um nokkur hundruð síðna keyptar verkfræðiskýrslur sem íbúum og öðrum sem láta sig málið varða er gert að lesa og kynna sér, aftur og aftur. Og fólk þreytist, hættir að mæta og finnur vanmátt sinn. Það er svo mikil bugun að þurfa þráfalt að kynna sér hvernig snákaolíusalarnir ætla að umturna sveitunum og gera áform og drauma annarra að engu. Umturna sveitum, ekki til að gera samfélagi og náttúru gott og lyfta og lýsa inn í framtíðina, heldur til að auka einkaauð sinn litla stund á meðan ruslið stendur uppi og áður en það ryðgar ljóslaust og yfirgefið eins og mælimöstur þeirra Stormorkumanna gera nú þegar og munu gera. Allt í boði sveitarstjórnar sem bíður eftir fasteignagjöldum og á vakt ráðherrans sem segir að ekkert sé að gerast. Og fólkið bugast. Fórnarkostnaðurinn verður haförn og himbrimi, en það skiptir nú engu. Við höfum hvort eð er upplifað nýverið að það er í lagi að fórna villtum dýrategundum fyrir erlend stórfyrirtæki. Ónýtar veiðiár undir flöktandi vindorkuverum Ég mætti ekki á kynningarfundinn í Dalabúð. Hef oft mætt á þessa sölufundi. Þeir eru alltaf eins, ætlaðir svo orkufyrirtækin geti hakað við reglulega kynningarfundi með íbúum á tékklistum sínum. Það merkilegasta við þessa fundi er alltaf fjarvera hinna kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstigi eða frá hinu háa Alþingi, hafa enda aldrei haldið sjálfir fundi með íbúum, með fólkinu í landinu, til að selja þessa risavöxnu vindorkumartröð í heimabyggðum hringinn í kringum landið eða í það minnsta ræða málin, ekki frekar en að sjókvíaeldi með tilheyrandi afleiðingum var rætt við landsmenn á sínum tíma. Það bara kom. Borgfirðingar og aðrir vestlendingar munu þó fljótlega þurfa að fjárfesta í froskmannabúningum og spjótum til að skutla eldislaxa í ónýtum veiðiám undir flöktandi vindorkuverum á uppsteyptum iðnaðarheiðum. Höfundur er rithöfundur, leiðsögumaður og stjórnarmaður í Landvernd.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar