Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar 21. ágúst 2025 08:00 Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála. Börn og foreldrar verða að geta fylgst með hvernig gengur að tileinka sér þá þekkingu sem lestur og reikningur krefjast. Börn og foreldrar verða að skilja þá endurgjöf sem skólinn veitir, hvað gengur vel og hvað þarf að bæta. Fáir tengja við eða skilja einkunnir grunnskólanna enda viðurkenna margir kennarar að þeim finnst matskerfið flókið og ógegnsætt. Ríkisstjórnin ræðir menntamál svo gott sem ekkert en það sem komið hefur fram hjá ráðherra er að honum ,,finnist kerfið fínt“ sem, Samfylkingin vill engu breyta og Viðreisn bara þegir. Þessi viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru í raun viðurkenning að þau skilja hvorki vandann né vilja ræða hann enda börn í aftursætinu hjá þessu fólki. Staðan er grafalvarleg þegar 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám en samt útskrifast meginþorri nemenda með einkunnina B. Hér fara ekki saman hljóð og mynd og forystumenn menntamála forðast allar mælingar eins og heitan eldinn - sem gerir það nær ómögulegt fyrir foreldra og samfélagið að átta sig á alvöru stöðunni enda fær meginþorri nemenda einkunnina B/grænan sem fáir skilja. Þetta er ekki aðeins vanræksla – þetta eru svik við börnin okkar. Við erum með kerfi sem skilar ekki árangri, er með óskiljanlegt námsmat og bregst þeim sem mest þurfa á að halda: með kennsluaðferðum sem virka ekki matskerfi sem fáir skilja ónýtri aðalnámskrá ótta við mælingar áherslu á tískuhugtök í stað raunfærni slakt 5 ára kennaranám Þessi staða grunnskólans er ekki einkamál valdamanna. Lífsgæði barna eru í húfi og framleiðni landsins getur minnkað á næstu misserum um 250-500 milljarða árlega skv. OECD. Lífsgæði okkar verða aldrei verðlögð en það er stórundarlegt að þessar tölur kalli ekki á almenn viðbrögð í samfélaginu og fjölmiðlum. Efri mörkin jafngilda rekstri allra leik- og grunnskólum landsins sem og öllu heilbrigðiskerfinu. Það er löngu orðið tímabært að íslenskt samfélag setji börn og lífsgæði þeirra í fyrsta sæti og farið verði af þeirri braut sem sekkur börnum okkar og samfélagi dýpra og dýpra í ólæsi, vangetu í stærðfræði og hundruð milljarða kostnað. Á meðan sitja þeir sem eiga að bera ábyrgðina og segja við foreldra og börn ,,að víst sé þetta allt gott“, þau bara skilji þetta ekki. Þessir sömu aðilar hafa svo ekki hugmynd um hvernig snúa skuli skipinu við með hag barna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Það er lágmarkskrafa að börnin okkar kunni að lesa og reikna eftir grunnskólann. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar