„Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. ágúst 2025 20:32 Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. vísir/ívar Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru. Sérstakur blaðamannafundur fór fram í morgun til að kynna aukna gæslu á Menningarnótt í skugga voveiflegs atburðar fyrir ári síðan. Þá var Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk. Biðlað til fólks að mæta í bleiku Atvikið skók þjóðina og hefur komið af stað vitundarvakningu um ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnað til átaksins Riddarar kærleikans og þá hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir Vertu klár í aðdraganda Menningarnætur. „Menningarnótt er fjölskylduhátíð og er kannski eitthvað sem við eigum að gera saman sem fjölskylda. Samfélagið á að virka sem ein heild og við eigum svolítið að hugsa um hvort annað og ef við sjáum einhvern í vanda þá eigum við að veita hjálparhönd,“ sagði Daníel Óskar Jóhannesson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg sem hefur leitt verkefnið Vertu klár. Vinkonur Bryndísar hafa hvatt fólk til að flykkjast í miðbæinn í bleikum klæðum henni til heiðurs. Borgarstjóri var klædd í bleikt frá toppi til táar á fundinum í morgun. Hún tilkynnti að mínútu þögn verði á hátíðinni og hvatti fólk til að mála bæinn bleikan. „Við hvetjum fólk líka til að huga að þeim sem að kannski hafa það ekki svo gott og eru ekki jafn kátir og glaðir eins og ættingjar hennar og vinir hafa sagt að hún hafi verið. Því það á engum að líða þannig að hann sé út undan eða einn í samfélaginu. Við viljum auðvitað líka koma í veg fyrir ofbeldi og það má líka hugsa hlýtt til þessa unga drengs sem framdi þennan hræðilega verknað. Ég efast ekki um að við sem samfélag berum líka ábyrgð á honum,“ Sagði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Unglingar með drykk verði færðir í athvarf Dagskránni lýkur klukkutíma fyrr en síðustu ár sem lögreglan tekur fagnandi. „Við verðum með aukin viðbúnað. Við verðum með fleiri menn í bænum. Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna en við höfum gert. Við munum taka á unglingadrykkju. Ef unglingar eru með áfengi með sér þá munum við taka það af þeim á staðnum og hella því niður og færa unglinga í athvarf,“ sagði Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Aukinn viðbúnaður verður einnig að dagskrá lokinni. „Þetta situr í okkur öllum. Það er engin spurning og við tökum klárlega mið af þessu. Þetta er atburður sem við viljum ekki sjá gerast hjá okkur og ekki heldur þessar hræðilegu afleiðingar.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Sérstakur blaðamannafundur fór fram í morgun til að kynna aukna gæslu á Menningarnótt í skugga voveiflegs atburðar fyrir ári síðan. Þá var Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk. Biðlað til fólks að mæta í bleiku Atvikið skók þjóðina og hefur komið af stað vitundarvakningu um ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnað til átaksins Riddarar kærleikans og þá hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir Vertu klár í aðdraganda Menningarnætur. „Menningarnótt er fjölskylduhátíð og er kannski eitthvað sem við eigum að gera saman sem fjölskylda. Samfélagið á að virka sem ein heild og við eigum svolítið að hugsa um hvort annað og ef við sjáum einhvern í vanda þá eigum við að veita hjálparhönd,“ sagði Daníel Óskar Jóhannesson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg sem hefur leitt verkefnið Vertu klár. Vinkonur Bryndísar hafa hvatt fólk til að flykkjast í miðbæinn í bleikum klæðum henni til heiðurs. Borgarstjóri var klædd í bleikt frá toppi til táar á fundinum í morgun. Hún tilkynnti að mínútu þögn verði á hátíðinni og hvatti fólk til að mála bæinn bleikan. „Við hvetjum fólk líka til að huga að þeim sem að kannski hafa það ekki svo gott og eru ekki jafn kátir og glaðir eins og ættingjar hennar og vinir hafa sagt að hún hafi verið. Því það á engum að líða þannig að hann sé út undan eða einn í samfélaginu. Við viljum auðvitað líka koma í veg fyrir ofbeldi og það má líka hugsa hlýtt til þessa unga drengs sem framdi þennan hræðilega verknað. Ég efast ekki um að við sem samfélag berum líka ábyrgð á honum,“ Sagði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Unglingar með drykk verði færðir í athvarf Dagskránni lýkur klukkutíma fyrr en síðustu ár sem lögreglan tekur fagnandi. „Við verðum með aukin viðbúnað. Við verðum með fleiri menn í bænum. Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna en við höfum gert. Við munum taka á unglingadrykkju. Ef unglingar eru með áfengi með sér þá munum við taka það af þeim á staðnum og hella því niður og færa unglinga í athvarf,“ sagði Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Aukinn viðbúnaður verður einnig að dagskrá lokinni. „Þetta situr í okkur öllum. Það er engin spurning og við tökum klárlega mið af þessu. Þetta er atburður sem við viljum ekki sjá gerast hjá okkur og ekki heldur þessar hræðilegu afleiðingar.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira