Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:01 Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Sjá meira
Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun